Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 17:15 Alexandra Jóhannsdóttir og félagar mæta PSG í Meistaradeildinni í kvöld. Vísir/Bára Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira
Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Breiðablik fær þó ekki að spila á heimavelli karlaliðs Paris Saint-Germain sem heitir Parc des Princes og er einn allra frægasti knattspyrnuvöllur Frakklands. Kvennalið Paris Saint-Germain er nefnilega með sinn eigin heimavöll við hliðina Parc des Princes í sextánda hverfi Parísar. Leikvangurinn sem stelpurnar spila á í kvöld heitir Stade Jean-Bouin og upphaflega rúgbú-völlur. Hann tekur tuttugu þúsund manns í sæti eftir að hann var endurbyggður árið 2013. Hann er hreinlega hinum megin við götuna við Parc des Princes eins og sjá má á þessari Google mynd hér fyrir neðan.Skjámynd/Google MapsRúgbý-liðið Stade Français og fótboltaliðið Red Star FC, sem er það annað elsta í Frakklandi, eru bæði með leikvanginn sem sinn heimavöll. Leikvangurinn verður einnig notaður á Ólympíuleikunum árið 2024 en þar mun fara fram rúgbý keppni leikanna. Kvennalið Paris Saint-Germain hefur spilað á Stade Jean-Bouin leikvanginum frá því í fyrra en þar á undan spilaði liðið á hinum ýmsu völlum í París. Franska liðið spilaði á Parc des Princes í átta liða úrslitum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2016-17 en hafði þá byrjað keppnina á Stade Sébastien Charléty sem er þekktastur sem frjálsíþróttavöllur en tekur tuttugu þúsund manns. Stade Jean-Bouin leikvangurinn hefur verið til frá árinu 1925 og var nefndur eftir Jean Bouin sem hafði unnið silfur í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912. Leikur Paris Saint-Germain og Breiðabliks hefst klukkan 19.00 í kvöld en þar verður á brattann að sækja eftir 4-0 sigur franska liðsins í fyrri leiknum í Kópavogi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hófu titilvörnina á naumum sigri Spánn - Sviss: Hvað gera heimakonur á móti ríkjandi heimsmeisturum? Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Sjá meira