Reyndi að heimsækja forseta Brasilíu skömmu fyrir morðið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 06:45 Bolsonaro tók myndbandið upp á hótelherbergi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Nordicphotos/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu. Brasilía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu.
Brasilía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira