Leggja línurnar fyrir kosningabaráttuna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. október 2019 18:45 Nokkuð líklegt er að útgöngumálið verði til umræðu í kosningabaráttunni. AP/Kirsty Wigglesworth Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“ Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira
Eins og svo oft áður var líf og fjör á breska þinginu í dag þegar Boris Johnson forsætisráðherra mætti í sinn vikulega fyrirspurnatíma. Ljóst er að nýtt þing verður kosið þann 12. desember næstkomandi eftir að þingið samþykkti tillögu þess efnis frá ríkisstjórninni í gær. Forsætisráðherrann gagnrýndi Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins harðlega fyrir áform um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu sem og um sjálfstæði Skotlands. „Af hverju í ósköpunum ætti fólkið í landinu að eyða næsta ár, sem ætti að verða dýrðlegt ár, í að fara í gegnum baneitraðan og þreytandi doða tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna þökk sé Verkamannaflokknum? Við viljum að næsta ár verði stórkostlegt fyrir landið okkar,“ sagði Johnson. Corbyn sagði aftur á móti að Íhaldsflokkurinn hafi stórskaðað heilbrigðiskerfið og þjónað hinum ríkustu.Líkur á sigri Íhaldsflokksins Skoðanakannanir hafa sýnt Íhaldsflokkinn með afgerandi forskot en ekki endilega nógu mikið fylgi til þess að ná hreinum meirihluta. Jamie Rush, aðalhagfræðingur Evrópudeildar Bloomberg Economics í Lundúnum, telur líklegt að menn Johnsons beri sigur úr býtum. „Sjálfur giska ég á að Íhaldsflokkurinn í Bretlandi fái meirihluta. Þeir munu taka Bretland út úr ESB og síðan fara í nokkur ár í samningaviðræður við ESB um viðskiptasamband í framtíðinni. Sem verða býsna erfiðar og munu sjálfar skapa óvissu,“ segir Rush.Síðasti dagur Bercows Þingfundurinn í dag var sá síðasti sem John Bercow þingforseti stýrir. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér á ný eftir tíu ár á forsetastóli. Tárvotur þakkaði hann þingmönnum, samstarfsfólki og fjölskyldu sinni. „Ég vil þakka konunni minni, Sally, og börnunum okkar, Oliver, Freddie og Jemimu, fyrir stuðninginn, æðruleysið og þolgæðið sem þau hafa sýnt af sér í gegnum súrt og sætt síðasta áratuginn. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það.“
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Sjá meira