Kosningar í Bretlandi Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25 Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23 Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Erlent 17.7.2024 10:10 Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Erlent 9.7.2024 09:12 Reeves skipuð fjármálaráðherra fyrst breskra kvenna Breska stjórnmálakonan Rachel Reeves var í dag skipuð fjármálaráðherra Bretlands fyrst kvenna eftir stórsigur Verkamannaflokksins í núliðnum þingkosningum. Erlent 5.7.2024 20:14 Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. Innlent 5.7.2024 13:38 Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42 Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57 Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43 Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17 Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Erlent 4.7.2024 13:17 Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. Erlent 4.7.2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08 Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Erlent 12.6.2024 15:41 Sunak biðst afsökunar á brotthvarfi frá Normandí Rishi Sunak segir það hafa verið mistök að yfirgefa minningarathöfn um innrásina í Normandí í gær. Það gerði hann til þess að gefa sjónvarpsviðtal heimafyrir, þar sem hann stendur í harðri kosningabaráttu. Erlent 7.6.2024 10:02 Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, birti mynd af sér í dag á Instagram með breska stjórnmálamanninum Nigel Farage, og hvatti hann til dáða. Lífið 5.6.2024 19:13 Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Erlent 5.6.2024 07:55 Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex. Erlent 4.6.2024 14:21 Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. Erlent 3.6.2024 16:02 Fær ekki að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn Diane Abbott, fyrsta svarta þingkona Bretlands, hefur greint frá því að hún muni ekki fá að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í komandi þingkosningum. Erlent 29.5.2024 08:39 Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09 Munu kosningar bjarga Bretlandi? „1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí. Skoðun 23.5.2024 22:30 Senda atkvæði sín með pósti frá EM í Þýskalandi Enska knattspyrnusambandið mun sjá til þess að landsliðsmenn Englands á Evrópumótinu í sumar geti greitt atkvæði í þingkosningum Bretlands. Fótbolti 23.5.2024 16:30 Boðar til kosninga í Bretlandi í sumar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum. Erlent 22.5.2024 16:07 Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11 Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22 Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40 David Cameron nýr utanríkisráðherra David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Erlent 13.11.2023 10:27 Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25
Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Þingmenn Íhaldsflokksins í Bretlandi vilja að framkvæmd verði rannsókn á tengslum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og fjölmiðlamannsins Waheed Alli. Samkvæmt reglum þingsins á að tilkynna um allar gjafir innan 28 daga frá kosningum en Starmer tilkynnti ekki fyrr en á þriðjudag um ýmsar gjafir frá Alli til konunnar sinnar. Erlent 15.9.2024 08:23
Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum. Erlent 17.7.2024 10:10
Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Erlent 9.7.2024 09:12
Reeves skipuð fjármálaráðherra fyrst breskra kvenna Breska stjórnmálakonan Rachel Reeves var í dag skipuð fjármálaráðherra Bretlands fyrst kvenna eftir stórsigur Verkamannaflokksins í núliðnum þingkosningum. Erlent 5.7.2024 20:14
Kristrún fagnaði með Starmer: „Mikill innblástur fyrir okkur“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fagnaði kosningasigri Verkamannaflokksins í Bretlandi með formanni flokksins, Keir Starmer. Kristrún segir Starmer meðvitaðan um uppgang Samfylkingarinnar á Íslandi. Innlent 5.7.2024 13:38
Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Erlent 5.7.2024 10:42
Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Erlent 5.7.2024 06:57
Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Erlent 4.7.2024 21:43
Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. Erlent 4.7.2024 21:17
Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Erlent 4.7.2024 13:17
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. Erlent 4.7.2024 08:53
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. Erlent 25.6.2024 23:15
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. Erlent 19.6.2024 20:08
Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. Erlent 12.6.2024 15:41
Sunak biðst afsökunar á brotthvarfi frá Normandí Rishi Sunak segir það hafa verið mistök að yfirgefa minningarathöfn um innrásina í Normandí í gær. Það gerði hann til þess að gefa sjónvarpsviðtal heimafyrir, þar sem hann stendur í harðri kosningabaráttu. Erlent 7.6.2024 10:02
Dorrit hvetur Nigel Farage til dáða Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú, birti mynd af sér í dag á Instagram með breska stjórnmálamanninum Nigel Farage, og hvatti hann til dáða. Lífið 5.6.2024 19:13
Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Erlent 5.6.2024 07:55
Fékk mjólkurhristing í andlitið við upphaf kosningabaráttunnar Ung kona kastaði mjólkurhristingi í andlitið á Nigel Farage þegar hann hóf kosningabaráttu sína fyrir þingkosningar í Bretlandi í dag. Farage sagði skóla landsins „eitra“ hugi ungs fólks í heimsókn sinni í Essex. Erlent 4.6.2024 14:21
Farage snýst hugur og býður sig fram til þings Nigel Farage, einn helsti hvatamaðurinn að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, ætlar að bjóða sig fram til þingsetu í kosningunum sem fara fram í næsta mánuði. Upphaflega ætlaði Farage að sitja hjá og hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri í Bandaríkjunum. Erlent 3.6.2024 16:02
Fær ekki að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn Diane Abbott, fyrsta svarta þingkona Bretlands, hefur greint frá því að hún muni ekki fá að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í komandi þingkosningum. Erlent 29.5.2024 08:39
Hart sótt að Sunak vegna hugmynda um herþjónustu fyrir 18 ára Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hugmyndir sem hann varpaði fram á dögunum um að taka upp herþjónustu fyrir 18 ára. Erlent 27.5.2024 07:09
Munu kosningar bjarga Bretlandi? „1000 klukkustundir til að bjarga Bretlandi“ skrifaði Allister Heath, ritstjóri sunnudagsútgáfu íhaldsblaðsins Telegraph á vefsíðu útgáfunnar, þegar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að kosningar yrðu haldnar 4. júlí. Skoðun 23.5.2024 22:30
Senda atkvæði sín með pósti frá EM í Þýskalandi Enska knattspyrnusambandið mun sjá til þess að landsliðsmenn Englands á Evrópumótinu í sumar geti greitt atkvæði í þingkosningum Bretlands. Fótbolti 23.5.2024 16:30
Boðar til kosninga í Bretlandi í sumar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum. Erlent 22.5.2024 16:07
Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11
Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22
Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40
David Cameron nýr utanríkisráðherra David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Erlent 13.11.2023 10:27
Tölvuþrjótar komust í kerfi breskrar kjörstjórnar Yfirkjörstjórn Bretlands segir að hún hafi orðið fyrir barðinu á „óvinveittum aðilum“ sem brutust inn í tölvukerfi hennar síðasta haust. Þrjótarnir fengu meðal annars aðgang að tölvupóstum, stjórnkerfum og kjörskrám. Erlent 8.8.2023 13:53
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent