Hafna því að hafa horft sérstaklega til þekktra veganvörumerkja Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 17:00 Á þessari samsettu mynd má sjá merkin þrjú, Jömm, Oatly og Júmbó. Vísir/Samsett Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“ Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Matvælafyrirtækið Sómi hafnar því að horft hafi verið til vörumerkjanna Jömm og Oatly, sem bæði framleiða vegan vörur, við hönnun á nýjum umbúðum undir merkjum Júmbó. Bent hefur verið á það á samfélagsmiðlum, meðal annars úr herbúðum Jömm, að umbúðir og merki nýs Júmbó-hafragrautar séu afar líkar merkjum veganfyrirtækjanna tveggja. Jömm er íslenskur skyndibitastaður sem stofnaður var sumarið 2018. Fyrirtækið rekur matsölustað og þá eru vörur undir merkjum Jömm einnig fáanlegar í verslunum landsins.Fólk kannist við stemninguna og myndmálið Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir eigandi Jömm segir í samtali við Vísi að í gærmorgun hafi fyrirtækinu byrjað að berast skilaboð frá viðskiptavinum sem furðuðu sig á nýjum umbúðum Júmbó. „Fyrst fengum við ábendingu frá konu sem sendi okkur mynd af þessu og ætlaði að grípa sér nýja Jömm-grautinn sem hún taldi sig hafa séð. Þegar hún kom langleiðina á kassann fattaði hún svo að þetta var ekki Jömm heldur Júmbó,“ segir Sæunn. „Okkur brá pínulítið að sjá þetta, okkur fannst þetta svona svolítið kunnuglegt.“ Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi því fundið sig knúin til að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni í gær. „Við ákváðum að láta vita af því að fólk þyrfti að passa sig að ruglast ekki. Það er búin að vera rosalega mikil umræða um þetta, fólk segir að þetta minni bæði á Oatly og Jömm. Það kannast við stemninguna og myndmálið í þessu,“ segir Sæunn.Færðu markaðsdeildinni kaffi Í kjölfarið vöknuðu umræður um málið á samfélagsmiðlum, til dæmis á Twitter og inni á Facebook-hópunum Markaðsnördum og Vegan Íslandi. Notendum þótti mörgum umbúðir Júmbó svipa mjög til vörumerkis Jömm, einkum þegar litið er til stafsins M, sem ritaður er á svipaðan hátt.Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, eigandi Jömm.Sænska vörumerkið Oatly, sem framleiðir ýmiss konar vörur úr haframjólk og nýtur mikilla vinsælda hér á landi, var einnig nefnt í þessu samhengi. Þannig er orðaskiptingin í merki Júmbó utan á hafragrautnum sú sama og á vörum Oatly. Þá er fígúra sem Júmbó notast við á pakkningunni afar lík fígúru sem birtist á sumum vörum Oatly. Öll merkin þrjú, frá Júmbó, Jömm og Oatly, má bera saman á samsettri mynd hér efst í fréttinni. Sæunn segir að þau hjá Jömm hafi skutlað kaffi til markaðsdeildar Sóma/Júmbó í morgun, svona til að „örva ímyndunaraflið“, en þar fyrir utan hafi þau ekki sett sig í samband við fyrirtækið. „Eftir því sem þetta hefur undið upp á sig og við fengið meiri viðbrögð finnst okkur þetta bara sífellt fyndnara.“Ár síðan umbúðirnar voru hannaðar Sigurður Ólafsson, stjórnandi hjá Sóma sem framleiðir vörur undir merkjum Júmbó, segir í svari við fyrirspurn Vísis að ekki hafi verið horft sérstaklega til umræddra vörumerkja, Jömm og Oatly, þegar nýtt „Júmbó-útlit“ var hannað. „[..] og má nefna að það er að verða komið ár síðan þetta var hannað. Horft er til tíðarandans í heild erlendis og hérlendis þegar nýtt útlit er hannað og þetta var útkoman í þetta sinn, en reglulega eru útlit og umbúðir uppfærðar. En um að gera að smakka nýja hafragrautinn frá Júmbó, það er jú innihaldið sem skiptir mestu máli.“
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Neytendur Vegan Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira