Búsetumismunun vegna NPA Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. október 2019 06:46 Rúnar segir enn verið að gera beingreiðslusamninga byggða á úreltum lögum. Fréttablaðið/GVA Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr var að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk, eða NPA. Innleiðingin hefur hins vegar gengið brösuglega og er mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, bæði hvað varðar fjölda NPA-samninga og upphæðir sem greiddar eru. Að sögn Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar, formanns NPA miðstöðvarinnar, hafa sveitarfélögin haft lítið samráð við útfærsluna. Hafnarfjörður, sem hefur hlutfallslega flesta NPA-samninga, ákvað nýlega að stofna starfshóp en lét upphæðina fylgja launavísitölu en ekki kjarasamningum, 4.117 króna tímagjald. „Upphæðin er allt of lág og dugar engan veginn til að greiða aðstoðarfólki kjarasamningsbundin laun og réttindi, og þannig er þetta víðs vegar,“ segir Rúnar. „Við höfum sent helstu sveitarfélögum landsins útreikninga samkvæmt lágmarki kjarasamninga og nokkur hafa tekið þá upp, svo sem Reykjavík og Ísafjörður.“ Samræming launataxta hefur gengið mjög illa og skapar það ójöfn búsetuskilyrði fyrir fatlað fólk. Sveitarfélögin greiða 75 prósent af kostnaði samninga og ríkið 25 prósent. Fjármálaráðuneytið hefur ekki gefið út viðmið taxta eins og sveitarfélögin vilja. Rúnar segir að taxtamunurinn hafi verið allt að 10 prósent á síðasta ári. „Fatlað fólk myndi ábyggilega flytja ef það gæti en húsnæðismarkaðurinn er erfiður, sérstaklega fyrir fatlaða þar sem húsnæði með aðgengi er aðeins hluti af markaðinum,“ segir hann.„Í dag er staðan sú að mörg sveitarfélögin eru hrædd við að taka upp NPA. Ákvörðunum er frestað og mál tafin. Fatlað fólk fær mjög misvísandi upplýsingar um réttindi sín og oft beinlínis rangar. Einnig er enn þá verið að gera beingreiðslusamninga við fólk, sem byggjast á afnumdum lögum um málefni fatlaðs fólks, til dæmis um liðveislu,“ segir Rúnar. Samkvæmt lögunum skulu sveitarfélögin hafa samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks varðandi skipulag en aðeins tvö hafa gert það, Reykjavík og Reykjanesbær. Samráð við fatlaða varðandi NPA-námskeið fyrir fatlað fólk, aðstoðarfólk og umsýsluaðila hefur einnig verið í skötulíki. Samkvæmt lögum á ráðherra að skipa samráðsnefnd ráðherra til ráðgjafar og fatlaðir að vera þar í meirihluta. „Ekkert hefur heyrst af skipun þessarar nefndar og nú er komið ár síðan lögin voru samþykkt,“ segir Rúnar. „Samt er verið að funda um þessi lög, milli sveitarfélaganna og ráðuneytisins.“ Eitt helsta deilumálið varðandi NPA er það hvort löggjöfin nái til barna eða ekki. Samband íslenskra sveitarfélaga telur svo ekki vera en velferðarnefnd Alþingis telur að sveitarfélögunum sé það í sjálfsvald sett að gera NPA-samninga fyrir börn. „Ég tók þátt í að semja þessi lög og það hefur allan tímann verið mjög skýrt að þau nái til barna. Hvergi er tekið fram að svo sé ekki,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira