Björn og Sveinn Óttar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Óttar Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar