Táknmynd illskunnar Davíð Stefánsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn. „Varnarveggur gegn fasisma“ sem reistur var árið 1961, fangelsaði þegna hinnar sósíalísku paradísar sem annars hefðu lagt á flótta undan kúguninni. Í sama tilgangi hafði sæluríkið komið upp meira en milljón jarðsprengjum á landamærunum í vestri ásamt öðrum vígvélum. Þúsundir grimmra árásarhunda áttu einnig að varna mönnum frelsis. Margir reyndu, svo slæmt var ástandið. Sumum tókst það, en á annað hundrað féllu við flóttatilraunir. Berlínarmúrinn var tákngervingur kalda stríðsins, stjórnkerfis mannvonsku og lygi. Hann var ímynd þjóðskipulags þar sem tjáningar-, funda- og ferðafrelsi var fótum troðið. Hann var teikn hagkerfis stöðnunar og heimskulegrar oftrúar á getu ríkisskipulags alls mannlífs. Fjölskyldur, vinir og nágrannar í Austur- og Vestur-Berlín voru aðskildir í 28 ár. Í Þýska alþýðulýðveldinu voru þegnarnir undir stöðugu eftirliti leynilögreglunnar Stasi. Fólk var neytt til uppljóstrana og eftirlits hvert með öðru. Börn voru jafnvel hvött til að segja til foreldra sinna. Stjórn- og valdakerfi kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu var þó komið að fótum fram og það splundraðist. Ófrelsið og stöðnunin varð ljós. Ekki yrði aftur snúið. Þessi ríki voru efnahagslega komin í þrot. Hagvöxtur þeirra fjaraði út. Efnahagskerfið, sem batt atvinnugreinar á klafa ríkisreksturs og ofskipulags, virkaði ekki til lengdar. Afleiðingin var stöðnun á flestum sviðum. Samanburður á miðstýringu austursins og viðskiptafrelsi vestursins fyrir lífskjör almennings varð æ skýrari. Frjálsir menn skapa og framleiða meira. Ríkisstjórnir hinna sósíalísku ríkja, sem sátu í skjóli Ráðstjórnarríkjanna, tóku að hrynja hver á fætur annarri. Hrun Berlínarmúrsins varð sögulegur punktur í þeirri þróun. Við tók sameining Þýskalands sem var og verður flókið viðfangsefni næstu áratuga. Enn er austurhlutinn talsvert frábrugðinn. Sameinað Þýskaland telst vart fullkomið en fáum dylst að lífskjör almennings eru betri. Þeir eru til sem telja sameiningu ríkjanna mistök. Líkt og í Sovétríkjunum sakna sumir öryggis og stöðugleika einræðisins. Þrátt fyrir njósnir um eigin þegna voru leikskólapláss. Þrátt fyrir miklar ferðatakmarkanir og vöruskort var atvinna flestra tryggð, að minnsta kosti í orði. Þrjátíu ára sögu hins illræmda múrs lauk þegar harðstjórnin lyppaðist niður, þrotin að kröftum, en fólkið reif niður, nánast með berum höndum, þessa táknmynd illskunnar. Þessa skal minnst. Frelsi og borgaraleg réttindi eru ekki sjálfgefin. Þau kalla á þjóðskipulag sem þarf sífellt að verja.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun