Greg Hardy fær alvöru andstæðing í Rússlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 10:00 Greg Hardy í sínum síðasta bardaga þann 18. október. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00. MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Hinn umdeildi Greg Hardy fær þar sinn erfiðasta bardaga til þessa. Greg Hardy er einn umdeildasti leikmaður seinni tíma í NFL-deildinni en hann var dæmdur í tíu leikja bann árið 2014 fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni. UFC hefur þrátt fyrir það gefið honum tækifæri og berst hann sinn fimmta bardaga í UFC í kvöld. Andstæðingar Hardy hafa verið sérstaklega valdir fyrir hann en margir þeirra hafa átt lítið erindi á toppinn í UFC. Hardy barðist síðast í október og sigraði eftir dómaraákvörðun en bardaginn var síðan dæmdur ógildur þar sem Hardy notaði úðatæki (e. Inhaler) milli lotna sem er bannað. Hardy vildi því fara aftur í búrið sem fyrst og mætir Alexander Volkov í kvöld. Hardy tók bardagann með 17 daga fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Volkov meiddist. Volkov er á topp 10 í þungavigtinni í UFC í dag og loksins er því hægt að segja að Hardy sé að fá alvöru andstæðing. Volkov er 30-7 í MMA en Hardy 5-1 (1) og er því mikill reynslumunur á köppunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Zabit Magomedsharipov og Calvin Kattar í fjaðurvigt. Zabit hefur lengi verið spáð mikilli velgengni í UFC og hefur hann unnið alla fimm bardaga sína í UFC. Með sigri í kvöld verður hann kominn ansi nálægt titilbardaga og gæti fengið titilbardaga á næsta ári. Zabit verður á heimavelli í kvöld og fær væntanlega frábæran stuðning í Moskvu. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í Boston í heimaborg Kattar en vegna sýkingar Zabit var bardaganum frestað um mánuð og fer þess í stað fram í Rússlandi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 19:00.
MMA Tengdar fréttir Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Hardy fer aftur í búrið í næsta mánuði Hinn umdeildi Greg Hardy mun berjast öðru sinni fyrir UFC þann 27. apríl er hann mætir rússneskum andstæðingi. 4. mars 2019 22:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn