Geta nú stillt upp þremur alnöfnum í landsliðinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 14:45 Adama Traore hefur verið að spila vel með Wolves á þessu tímabili. Getty/ Robbie Jay Barratt Það gæti verið fleiri en einn og fleiri en tveir Adama Traore í byrjunarliði Malí á næstunni eftir að þriðji leikmaðurinn með nafnið Adama Traore gaf kost á sér í landslið þessarar Vestur-Afríkuþjóðar. Það vakti nokkra athygli í sumar þegar Adama Traore, leikmaður Mónakó, skoraði fyrir Malí en fór síðan af velli fyrir Adama Traore, leikmann Metz, sem skoraði líka í leiknum. Nú hefur Adama Traore, leikmaður Wolves, valið það að spila fyrir landslið Malí. Það gæti því orðið einn allsherjar Adama Traore ruglingur í næsta leik. Hinir tveir eru báðir fæddir árið 1995 og eru nú báðir að spila hjá Metz því Mónakó lánaði Metz liðinu sinn Adama Traore fyrir þetta tímabil.Mali can now field three Adama Traores in their starting XI pic.twitter.com/HMMDMN0ne7 — ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2019Hinn 23 ára gamli Adama Traore hefur spilað mjög vel með Úlfunum á þessu tímabili sem er hans besta í ensku úrvalsdeildinni. Adama Traore er hins vegar fæddur í Katalóníu og kom upp í gegnum unglingaakademíu Barcelona. Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar en ætlar nú að verða A-landsliðsmaður Malí. Adama Traore lék síðast fyrir 21 árs landslið Spánar árið 2018.Last June, Monaco’s Adama Traore scored for Mali He was replaced by Metz’s Adama Traore, who also scored Now Wolves’ Adama Traore has declared for Mali, meaning Adama Traore, Adama Traore & Adama Traore all play for the same international team https://t.co/j2hS2TWgZH — GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 8, 2019Adama Traore fór frá Barcelona árið 2015 og gekk þá til liðs við Aston Villa. Hann spilaði síðan í tvö ár með Middlesbrough áður en Wolverhampton Wanderers keypti hann í ágúst 2018. Adama Traore hefur skorað tvívegis fyrir Úlfana í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem er tvöfalt meira en hann skoraði allt síðasta tímabil. Nú ætlar hann að hjálpa landsliði Malí að vinna sér sæti í Afríkukeppni landsliða 2021 og á HM í Katar 2022. Enski boltinn Fótbolti Malí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira
Það gæti verið fleiri en einn og fleiri en tveir Adama Traore í byrjunarliði Malí á næstunni eftir að þriðji leikmaðurinn með nafnið Adama Traore gaf kost á sér í landslið þessarar Vestur-Afríkuþjóðar. Það vakti nokkra athygli í sumar þegar Adama Traore, leikmaður Mónakó, skoraði fyrir Malí en fór síðan af velli fyrir Adama Traore, leikmann Metz, sem skoraði líka í leiknum. Nú hefur Adama Traore, leikmaður Wolves, valið það að spila fyrir landslið Malí. Það gæti því orðið einn allsherjar Adama Traore ruglingur í næsta leik. Hinir tveir eru báðir fæddir árið 1995 og eru nú báðir að spila hjá Metz því Mónakó lánaði Metz liðinu sinn Adama Traore fyrir þetta tímabil.Mali can now field three Adama Traores in their starting XI pic.twitter.com/HMMDMN0ne7 — ESPN FC (@ESPNFC) November 7, 2019Hinn 23 ára gamli Adama Traore hefur spilað mjög vel með Úlfunum á þessu tímabili sem er hans besta í ensku úrvalsdeildinni. Adama Traore er hins vegar fæddur í Katalóníu og kom upp í gegnum unglingaakademíu Barcelona. Hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Spánar en ætlar nú að verða A-landsliðsmaður Malí. Adama Traore lék síðast fyrir 21 árs landslið Spánar árið 2018.Last June, Monaco’s Adama Traore scored for Mali He was replaced by Metz’s Adama Traore, who also scored Now Wolves’ Adama Traore has declared for Mali, meaning Adama Traore, Adama Traore & Adama Traore all play for the same international team https://t.co/j2hS2TWgZH — GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 8, 2019Adama Traore fór frá Barcelona árið 2015 og gekk þá til liðs við Aston Villa. Hann spilaði síðan í tvö ár með Middlesbrough áður en Wolverhampton Wanderers keypti hann í ágúst 2018. Adama Traore hefur skorað tvívegis fyrir Úlfana í ensku úrvalsdeildinni í vetur sem er tvöfalt meira en hann skoraði allt síðasta tímabil. Nú ætlar hann að hjálpa landsliði Malí að vinna sér sæti í Afríkukeppni landsliða 2021 og á HM í Katar 2022.
Enski boltinn Fótbolti Malí Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sjá meira