Lýst eftir stefnu og ábyrgð stjórnvalda Unnur Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:15 Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun