Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 13:30 Rauður verður einkennislitur hins nýja Play. Liturinn er ástríðufullur að sögn forstjóra flugfélagsins, auk þess sem hann hefur tengingu við íslenska náttúru. Vísir/vilhelm Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45