Sport

Vill verða fyrsti homminn sem verður sterkasti maður Bretlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris McNaghten
Chris McNaghten Mynd/Instagram/Chris McNaghten
Norður-Írinn Chris McNaghten ætlar að sér að skrifa nýjan kafla í sögu sterkasta manns Bretlands og reyna um leið að bæta umhverfi samkynhneigða kraftakarla í Bretlandi.

„Ef ég tala bara hreint út þá er þetta hræðilegur staður til að vera hommi,“ sagði Chris McNaghten í viðtali í The LGBT Sport hlaðvarpinu á heimasíðu breska ríkisútvarpsins.







Norður-Írland hefur setið eftir í réttindabaráttu hinsegin fólks og hefur Chris McNaghten fengið að finna það á eigin skinni. Hann var lengi í skápnum en talar nú opinskátt um hlutskipti sitt.

Hann býr hvorki í landi né stundar íþrótt þar sem samkynhneigðir hafa verið velkomnir. Nú ætlar hann að gera sitt í að breyta því.

Chris McNaghten er stór og sterkur strákur sem hefur fengið gælunafnið „Big Bear“ eða „Stóri björn.“ Hann er ekki lengur í neinum vafa um hver hann sé og að það hafi hjálpað honum að ná betri árangri í íþróttinni sinni.





Chris McNaghten spilaði rúgbý fram að tvítugsaldrinum en hreifst af kraftakeppnunum sem hann sá í sjónvarpinu í kringum hátíðirnar. Hann segir sögu sína í hlaðvarpinu og metnaði sínum fyrir framtíðinni.

Chris McNaghten þurfti að hætta keppni í sterkasta manni Bretlands vegna meiðsla en hann er nú mættur aftur í slaginn. Stefnan hefur verið sett á verða fyrsti homminn til að vera sterkasti maður Bretlands. Chris ætlar að reyna að brjóta niður múra með framgöngu sinni og auðvelda með því samkynhneigðum að keppa í kraftíþróttum í Bretland í framtíðinni.

Það má heyra allt viðtalið við hann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×