Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var búinn að nota varamarkvörð sinn þegar Claudio Bravo var rekinn útaf í Meistaradeildinni í gær.
Þá voru góð ráð dýr. Guardiola vissi hins vegar greinilega af markmannshæfileikum bakvarðarins því allt í einu sást Kyle Walker gera sig klárann að koma í markið.
Reynir Leósson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Meistaradeildinni hitti naglann á höfuðið því fljótlega eftir að hann sá rauða spjaldið fara á loft þá nefndi hann möguleikann á að setja Kyle Walker í markið.
Það má sjá það hér fyrir neðan.
Kyle Walker var síðan kominn í markmannstreyju Claudio Bravo, í hanskana og hljóp svo inn á í markið.
Walker þurfti að byrja á því að verja aukaspyrnu á hættulegum stað. Honum tókst það og varð um leið fyrsti enski markvöðurinn í næstum því þrjú ár sem nær að verja skot í Meistaradeildinni.
Kyle Walker makes his first save as Manchester City goalkeeper #ChampionsLeague#OptusSportpic.twitter.com/I2hOXr2lpY
— Optus Sport (@OptusSport) November 6, 2019
Síðastur á undan Walker til að verja skot í Meistaradeildinni var Ben Hamer í desember 2016. Hann stóð þá í marki Leicester City og varði skot í leik á móti Porto.
1 - Kyle Walker was the first English goalkeeper to make a save in the UEFA Champions League since Ben Hamer (for Leicester City vs FC Porto) in December 2016. Unbeatable. (H/T @RichJolly) pic.twitter.com/Zna5b0UKET
— OptaJoe (@OptaJoe) November 7, 2019