Skattaafsláttur vegna hlutabréfa á dagskrá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Kauphöll Nasdaq á Íslandi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Stór hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins stendur að baki frumvarpi þar sem skattalegir hvatar til hlutabréfakaupa fyrir almenning eru innleiddir. Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram í næstu viku, að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er ekki nægilega öflugur. Það hefur verið bent á hversu stórt hlutverk lífeyrissjóðirnir leika á íslenskum hlutabréfamarkaði en ég tel að verkefnið snúist ekki um að draga úr þátttöku lífeyrissjóðanna á markaðinum heldur efla og auka þátttöku annarra fjárfesta, og ekki síður almennings. Það er hægt að gera með því að innleiða hér að nýju skattalega hvata til hlutabréfakaupa fyrir almenning,“ segir Óli Björn í samtali við Fréttablaðið. Í umfjöllun Markaðarins í gær lýstu stórir einkafjárfestar og forstöðumenn hjá hlutabréfasjóðum áhyggjum yfir því að virkum þátttakendum á hlutabréfamarkaðinum hefði fækkað. Bent var á að lífeyrissjóðir hefðu dregið úr eign sinni í hlutabréfasjóðum og að hluthöfum í skráðum félögum færi fækkandi. Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa var lagður til í Hvítbókinni um fjármálakerfið sem leið til þess að efla virkni hlutabréfamarkaðarins. Þar var bent á að þegar hlutabréfamarkaðurinn var byggður upp á tíunda áratug tuttugustu aldar hefði almenningur verið hvattur til hlutabréfakaupa með skattahvötum. Afslátturinn var síðan lækkaður í skrefum og afnuminn upp úr aldamótum. Aðspurður segir Óli Björn að hann búist ekki við því að frumvarpið mæti mikilli mótstöðu á Alþingi. „Það kæmi mér á óvart ef menn væru andvígir því að styðja við bakið á almenningi í því að kaupa hlutabréf í skráðum félögum með því að veita skattalegar ívilnanir. Ég trúi ekki að menn leggist gegn því,“ segir Óli Björn. MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, mun í dag greina frá því hvort hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, verði gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Ef niðurstaðan er jákvæð verður Ísland fyrst um sinn í flokki vaxtarmarkaða. Í umfjöllun Markaðarins var haft eftir Jóhanni Möller, forstöðumanni hlutabréfa hjá Stefni, að allar líkur væru á því að markaðurinn myndi fá aukna athygli frá erlendum fjárfestum þegar og ef hann verður gjaldgengur í vísitöluna í vor. Hann tók dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóðstýringarrisans Blackrock. Fjárfestingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta á íslenska markaðinum í samræmi við stærð markaðarins í vísitölunni muni hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf fyrir 5,6 milljarða króna.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira