Nú verður hann alltaf hluti af henni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 19:53 Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt. Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Við fengum að kíkja í heimsókn á Landspítalann í dag þar sem hjónin Sigríður Ragna Jónasdóttir (Sirrý) og Veigar Margeirsson deila sjúkrastofu. Þau voru nefnilega bæði í aðgerð í gær. Sirrý fékk nýra hjá Veigari en hennar voru komin niður í sjö prósent starfsemi með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu. Sjá má skemmtilegt viðtal við hjónin hér að ofan. Sirrý segir nokkra í kringum sig hafa boðist til að gefa henni nýra eða a.m.k. kanna hvort þau gætu það en Veigar heimtaði að vera fyrstur. „Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý og skellir upp úr. „Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.Hér má sjá hjónin á vöknun í gær.En það er aldeilis þess virði. Aðgerðin gekk vel og hjónin sjá fram á bjarta tíma. „Við erum ótrúlega lánsöm að hún sé með sjúkdóm sem hægt er að lækna svona og það er yndislegt að ég gat hjálpað til því þá fæ ég að hafa hana lengur,“ segir Veigar en þau hafa lengi verið í lífi hvors annars. Þau byrjuðu að vera saman um tvítugt en hafa þó óbeint verið í lífi hvors annars frá unga aldri enda saman á leikskóla sem lítil börn. Nú mun Veigar fylgja Sirrý út lífið, ef svo má segja.Notar nýrað til að komast í veiði Hjónin tala um að ferlið hafi verið dýrmæt upplifun fyrir þau að ganga í gegnum saman. Nú er Veigar með 50% virkni í sínu eina nýra. Sirrý er með eitt hraust og tvö minni og þau grínast með að hún hafi tekið fram úr honum. En það er auðvitað af því að hún fékk svo fínt nýra. Sirrý og Veigar komust að því eftir að þau kynntust um tvítugt að þau kynntust í raun í leikskóla.„Læknarnir sögðu að þetta hafi verið fallegt, bleikt og stórt nýra,“ segir Veigar hlæjandi. En hann útskýrir að hér með sé þetta ekki lengur hans nýra heldur hennar. Það verður því ekki notað gegn henni í daglega lífinu. „Hann hins vegar ætlar að nota það gegn með mér ef hann langar í veiði,“ segir Sirrý og hlær. Svo segir hún að hann fái að fara í alla þá veiði sem hann vill. Þau segja aðgerðina breyta miklu í lífi þeirra - líka þeirra samveru og hjónabandi. „Nú verður bara gaman,“ segir Sirrý enda fái hún nú orku til að gera hluti með Veigari, stunda útivist og áhugamál, í stað þess að liggja í sófanum þreytt.
Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira