Lykilvitni breytir framburði sínum Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 20:00 Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna, gagnvart Evrópusambandinu. AP/Patrick Semansky Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur breytt framburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Það hvort Trump hafi viljað þrýsta á Zelensky að verða við kröfum sínum með því að stöðva afhendingu neyðaraðstoðarinnar, hefur verið lykilatriði í rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í embætti. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár. Sondland segir nú, í framburði sem opinberaður var í kvöld, að hann hafi rætt við Andriy Yermak, háttsettan ráðgjafa Zelensky, þann 1. september. Þá stóð yfir fundur Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Zelensky í Póllandi. Sondland sagði Yermak að hernaðaraðstoðin yrði líklega ekki veitt fyrr en Úkraínumenn myndu lýsa yfir opnun rannsóknanna sem „við höfðum rætt um í margar vikur“.Þar er um tvær rannsóknir að ræða.Utanríkisstefna byggð á samsæriskenningum Önnur snýr að samsæriskenningu um að Joe Biden, hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka ríkissaksóknara sem átti að hafa verið að rannsaka fyrirtæki sem Hunter Biden, sonur Joe, var í stjórn hjá. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Joe Biden var þar að auki í hlutverki sendiboða Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt. Hin rannsóknin snýr að annarri samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur breytt framburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Það hvort Trump hafi viljað þrýsta á Zelensky að verða við kröfum sínum með því að stöðva afhendingu neyðaraðstoðarinnar, hefur verið lykilatriði í rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í embætti. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár. Sondland segir nú, í framburði sem opinberaður var í kvöld, að hann hafi rætt við Andriy Yermak, háttsettan ráðgjafa Zelensky, þann 1. september. Þá stóð yfir fundur Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og Zelensky í Póllandi. Sondland sagði Yermak að hernaðaraðstoðin yrði líklega ekki veitt fyrr en Úkraínumenn myndu lýsa yfir opnun rannsóknanna sem „við höfðum rætt um í margar vikur“.Þar er um tvær rannsóknir að ræða.Utanríkisstefna byggð á samsæriskenningum Önnur snýr að samsæriskenningu um að Joe Biden, hafi þvingað yfirvöld Úkraínu til að reka ríkissaksóknara sem átti að hafa verið að rannsaka fyrirtæki sem Hunter Biden, sonur Joe, var í stjórn hjá. Trump og bandamenn hans hafa haldið því fram án nokkurra sannana að þegar Biden þrýsti á úkraínsk stjórnvöld um að reka saksóknara árið 2015 hafi hann gert það til að hjálpa Hunter syni sínum sem sat í stjórn olíufyrirtækis úkraínsks auðmanns. Ekkert hefur þó komið fram sem styður þær ásakanir. Þrýstingurinn á Úkraínu um að reka saksóknarann Viktor Sjokín var alþjóðlegur og naut stuðnings beggja flokka í Bandaríkjunum. Saksóknarinnar var almennt talinn draga lappirnar í að rannsaka spillingu í Úkraínu. Joe Biden var þar að auki í hlutverki sendiboða Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hótanir Biden garð ríkisstjórnarinnar í Kænugarði komu enn fremur eftir að rannsókn á olíufyrirtækinu hafði verið sett á ís. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Biden-feðganir hafi gert nokkuð saknæmt. Hin rannsóknin snýr að annarri samsæriskenningu um að tölvuárásin á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016 hafi verið sviðsett til að koma sök á Rússa. Fyrirtækið Crowdstrike komst á snoðir um tölvuárásina og stöðvaði hana. Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu útsendara Rússlands hafa gert árásina og Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, staðfesti það seinna meir.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45