Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. nóvember 2019 11:15 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala í gærkvöldi. Mynd/No borders iceland Samtökin No Borders Iceland og Réttur barna á flótta halda því fram að ófrískri, albanskri konu, sem komin er um 36 vikur á leið, hafi í nótt verið vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára barni. Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. Ekki hafa fengist upplýsingar um málið hjá Útlendingastofnun eða embætti Ríkislögreglustjóra það sem af er morgni. Morgane Priet-Mahéo er í stjórn félagasamtakanna Réttur barna á flótta. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal frá vini sínum í gærkvöldi frá úrræði Útlendingastofnunar fyrir fjölskyldur, konur og fylgdarlaus ungmenni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem albanska fjölskyldan hefur dvalið. Lögregla hafi þá verið mætt í þeim tilgangi að vísa fjölskyldunni úr landi. Í Facebook-færslu No Borders Iceland segir að lögregla hafi gripið til þessara ráðstafana þrátt fyrir að fjölskyldan hafi ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála í máli sínu. „Vinur minn var mjög hræddur. Hann sagði að henni væri að blæða úr nefi og að lögregla væri komin til að handtaka parið og fjölskylduna. Þau eru með tveggja ára son. Hann var mjög, mjög hræddur því það var enginn fyrirvari,“ segir Morgane. „Ég var í sambandi við vin minn allan tímann og lögregla gaf leyfi fyrir því að hún færi á sjúkrahús. Hún fór fyrst á Fossvog og þaðan var hún send í sjúkrabíl á barnaspítalann, Mæðravernd.“Átti að fara í fyrsta tímann hjá ljósmóður í morgun Morgane fylgdi fjölskyldunni niður á Mæðravernd þar sem hún segir heilbrigðisstarfsfólk hafa tekið á móti þeim og konan hafi verið sett í sónar. Úr því hafi verið skorið að hún væri gengin um 35 vikur og fimm daga með barn sitt. Morgane lýsir því að konan hafi verið áhyggjufull, hrædd og úrkula vonar. Þá hafi læknar verið afar hissa á því að þurfa að skrifa upp á vottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga, slíkt ætti að vera augljóst. Konan hafi þó fengið vottorð sem staðfesti það. „Hún var í mjög lélegu ástandi andlega. Hún var mjög hrædd og fór í skoðun af því hún hefur aldrei verið skoðuð á Íslandi. Hún fór einu sinni til læknis og hann tók bara blóð og gaf henni tíma í morgun klukkan 10:30 hjá ljósmóður. Hún átti að fara í fyrsta sinn til ljósmóður í dag,“ segir Morgane. „Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar skildu ekkert sem var í gangi, skildu ekki af hverju lögregla væri að bíða úti því hún var svo ólétt. Bíllinn var úti til hálf ellefu að bíða með ljós. Það var mjög mikið stress í gangi, konan var alltaf nálægt því að gráta. Læknarnir sögðu að hún væri ekki í ástandi til að ferðast. Þeir voru mjög hissa að þurfa að skrifa eitthvað vottorð.“ Bæði No Borders Iceland og Réttur barna á flótta fullyrða að fjölskyldunni hafi verið vísað úr landi í nótt en lögreglumenn mættu aftur um klukkan fimm til að sækja fjölskylduna. Þeir hafi stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi þó ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt. Lögreglumenn hafi þannig hafnað vottorði frá Mæðravernd, þar sem konan var ekki metin tilbúin til að fljúga. Í myndbandi sem No Borders Iceland birti á Facebook-síðu sinni í nótt virðist sem lögreglumenn séu að búa sig undir að aka með fjölskylduna á brott. Morgane kveðst ekki vita hvað bíði fjölskyldunnar í Albaníu en parið hafi þó flúið landið af ríkri ástæðu. Fréttastofa hefur hvorki fengið staðfest hjá Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem sér um brottvísanir, að fjölskyldunni hafi verið vísað úr landi nú undir morgun. Þórhildur Ósk Hagalín upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar gat ekki tjáð sig um málið í samtali við Vísi í morgun þar sem hún væri enn að bíða eftir upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Engar upplýsingar var að fá um málið hjá embættinu þegar Vísir leitaði eftir því nú í morgun þar sem starfsmaðurinn sem svarar fyrir málaflokkinn verður ekki við fyrr en um hádegi. Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Samtökin No Borders Iceland og Réttur barna á flótta halda því fram að ófrískri, albanskri konu, sem komin er um 36 vikur á leið, hafi í nótt verið vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni og tveggja ára barni. Samtökin fullyrða að konunni hafi verið vísað úr landi þrátt fyrir að ljósmóðir og læknar á Mæðravernd hafi gefið út læknisvottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga. Ekki hafa fengist upplýsingar um málið hjá Útlendingastofnun eða embætti Ríkislögreglustjóra það sem af er morgni. Morgane Priet-Mahéo er í stjórn félagasamtakanna Réttur barna á flótta. Hún segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið símtal frá vini sínum í gærkvöldi frá úrræði Útlendingastofnunar fyrir fjölskyldur, konur og fylgdarlaus ungmenni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem albanska fjölskyldan hefur dvalið. Lögregla hafi þá verið mætt í þeim tilgangi að vísa fjölskyldunni úr landi. Í Facebook-færslu No Borders Iceland segir að lögregla hafi gripið til þessara ráðstafana þrátt fyrir að fjölskyldan hafi ekki fengið svar frá kærunefnd Útlendingamála í máli sínu. „Vinur minn var mjög hræddur. Hann sagði að henni væri að blæða úr nefi og að lögregla væri komin til að handtaka parið og fjölskylduna. Þau eru með tveggja ára son. Hann var mjög, mjög hræddur því það var enginn fyrirvari,“ segir Morgane. „Ég var í sambandi við vin minn allan tímann og lögregla gaf leyfi fyrir því að hún færi á sjúkrahús. Hún fór fyrst á Fossvog og þaðan var hún send í sjúkrabíl á barnaspítalann, Mæðravernd.“Átti að fara í fyrsta tímann hjá ljósmóður í morgun Morgane fylgdi fjölskyldunni niður á Mæðravernd þar sem hún segir heilbrigðisstarfsfólk hafa tekið á móti þeim og konan hafi verið sett í sónar. Úr því hafi verið skorið að hún væri gengin um 35 vikur og fimm daga með barn sitt. Morgane lýsir því að konan hafi verið áhyggjufull, hrædd og úrkula vonar. Þá hafi læknar verið afar hissa á því að þurfa að skrifa upp á vottorð þess efnis að hún ætti ekki að fljúga, slíkt ætti að vera augljóst. Konan hafi þó fengið vottorð sem staðfesti það. „Hún var í mjög lélegu ástandi andlega. Hún var mjög hrædd og fór í skoðun af því hún hefur aldrei verið skoðuð á Íslandi. Hún fór einu sinni til læknis og hann tók bara blóð og gaf henni tíma í morgun klukkan 10:30 hjá ljósmóður. Hún átti að fara í fyrsta sinn til ljósmóður í dag,“ segir Morgane. „Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingar skildu ekkert sem var í gangi, skildu ekki af hverju lögregla væri að bíða úti því hún var svo ólétt. Bíllinn var úti til hálf ellefu að bíða með ljós. Það var mjög mikið stress í gangi, konan var alltaf nálægt því að gráta. Læknarnir sögðu að hún væri ekki í ástandi til að ferðast. Þeir voru mjög hissa að þurfa að skrifa eitthvað vottorð.“ Bæði No Borders Iceland og Réttur barna á flótta fullyrða að fjölskyldunni hafi verið vísað úr landi í nótt en lögreglumenn mættu aftur um klukkan fimm til að sækja fjölskylduna. Þeir hafi stuðst við svokallað „fit to fly“-vottorð frá geðlækni, sem konan hafi þó ekki kannast við að hafa nokkurn tímann hitt. Lögreglumenn hafi þannig hafnað vottorði frá Mæðravernd, þar sem konan var ekki metin tilbúin til að fljúga. Í myndbandi sem No Borders Iceland birti á Facebook-síðu sinni í nótt virðist sem lögreglumenn séu að búa sig undir að aka með fjölskylduna á brott. Morgane kveðst ekki vita hvað bíði fjölskyldunnar í Albaníu en parið hafi þó flúið landið af ríkri ástæðu. Fréttastofa hefur hvorki fengið staðfest hjá Útlendingastofnun né stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem sér um brottvísanir, að fjölskyldunni hafi verið vísað úr landi nú undir morgun. Þórhildur Ósk Hagalín upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar gat ekki tjáð sig um málið í samtali við Vísi í morgun þar sem hún væri enn að bíða eftir upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Engar upplýsingar var að fá um málið hjá embættinu þegar Vísir leitaði eftir því nú í morgun þar sem starfsmaðurinn sem svarar fyrir málaflokkinn verður ekki við fyrr en um hádegi.
Hælisleitendur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira