Tottenham ákvað að áfrýja rauða spjaldinu sem Son fékk með tárin í augunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 09:30 Son Heung-min átti mjög erfitt með sig eftir að hann sá meiðsli Andre Gomes. Getty/ Simon Stacpoole Tottenham ætlar að reyna að fá rauða spjaldið dregið til baka sem Martin Atkinson dómari gaf Son Heung-min í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham tók þá ákvörðun að áfrýja rauða spjaldinu og málið endar því inn á borði aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Fátt var um annað rætt eftir jafntefli Everton og Tottenham á sunnudaginn en atvikið þegar Andre Gomes varð fyrir hræðilegum meiðslum eftir tæklingu frá Suður-Kóreumanninum Son Heung-min. Andre Gomes var borinn af velli, ökklabrotinn og úr lið, á meðan Son Heung-min brotnaði algjörlega niður. Son spilaði ekki meira í leiknum því Martin Atkinson dómari hætti við að gefa honum gult spjald og gaf honum rautt. Atkinson sá afleiðingar brotsins og ákveð að gefa Son frekar rautt. Atvikið var samt ekki skoðað í Varsjánni frægu.Tottenham have appealed against Son Heung-min's red card for his tackle on Andre Gomes, which led to the Everton midfielder's horrific ankle injury. More here https://t.co/9qM2aloEE5pic.twitter.com/ocbLvDf3U0 — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Son fékk rauða spjaldið fyrir að ógna öryggi mótherja en meiðslin komu í framhaldi af tæklingu hans,“ sagði í útskýringu frá ensku úrvalsdeildinni. Það fundu örugglega mjög margir til með Andre Gomes, enda illa meiddur, en það höfðu líka margir samúð með Son Heung-min sem var alveg niðurbrotinn eftir atvikið. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði um það eftir leikinn að Son Heung-min ætlaði ekki að meiða Gomes og að Varsjáin hefði átt að sjá það. „Það var alveg ljóst að Son ætlaði aldrei að búa til vandamálið sem varð til í frramhaldinu. Menn áttu því að nota Varsjána til að kalla rauða spjaldið til baka,“ sagði Mauricio Pochettino. Gangi áfrýjunin ekki eftir þá missir Son Heung-min af næstu þremur leikjum sem eru á móti Sheffield United, West Ham og Bournemouth. Það eru betri fréttir af Andre Gomes en aðgerðin á ökkla hans heppnaðist vel. Hann ætti því að ná sér alveg af meiðslunum sem eru góðar fréttir. Enski boltinn Tengdar fréttir Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45 „Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00 „Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30 Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45 Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Tottenham ætlar að reyna að fá rauða spjaldið dregið til baka sem Martin Atkinson dómari gaf Son Heung-min í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tottenham tók þá ákvörðun að áfrýja rauða spjaldinu og málið endar því inn á borði aganefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Fátt var um annað rætt eftir jafntefli Everton og Tottenham á sunnudaginn en atvikið þegar Andre Gomes varð fyrir hræðilegum meiðslum eftir tæklingu frá Suður-Kóreumanninum Son Heung-min. Andre Gomes var borinn af velli, ökklabrotinn og úr lið, á meðan Son Heung-min brotnaði algjörlega niður. Son spilaði ekki meira í leiknum því Martin Atkinson dómari hætti við að gefa honum gult spjald og gaf honum rautt. Atkinson sá afleiðingar brotsins og ákveð að gefa Son frekar rautt. Atvikið var samt ekki skoðað í Varsjánni frægu.Tottenham have appealed against Son Heung-min's red card for his tackle on Andre Gomes, which led to the Everton midfielder's horrific ankle injury. More here https://t.co/9qM2aloEE5pic.twitter.com/ocbLvDf3U0 — BBC Sport (@BBCSport) November 5, 2019„Son fékk rauða spjaldið fyrir að ógna öryggi mótherja en meiðslin komu í framhaldi af tæklingu hans,“ sagði í útskýringu frá ensku úrvalsdeildinni. Það fundu örugglega mjög margir til með Andre Gomes, enda illa meiddur, en það höfðu líka margir samúð með Son Heung-min sem var alveg niðurbrotinn eftir atvikið. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, talaði um það eftir leikinn að Son Heung-min ætlaði ekki að meiða Gomes og að Varsjáin hefði átt að sjá það. „Það var alveg ljóst að Son ætlaði aldrei að búa til vandamálið sem varð til í frramhaldinu. Menn áttu því að nota Varsjána til að kalla rauða spjaldið til baka,“ sagði Mauricio Pochettino. Gangi áfrýjunin ekki eftir þá missir Son Heung-min af næstu þremur leikjum sem eru á móti Sheffield United, West Ham og Bournemouth. Það eru betri fréttir af Andre Gomes en aðgerðin á ökkla hans heppnaðist vel. Hann ætti því að ná sér alveg af meiðslunum sem eru góðar fréttir.
Enski boltinn Tengdar fréttir Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45 „Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00 „Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30 Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45 Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Sjá meira
Pochettino: Son er miður sín Hrikaleg meiðsli Andre Gomes í leik Everton og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld tóku mikið á Son-Heung min. 3. nóvember 2019 22:45
„Tölum þrisvar sinnum meira um dómgæslu eftir að VAR kom“ Jamie Carragher vill losna við myndbandsdómgæsluna. 4. nóvember 2019 12:00
„Augu hans voru galopin en ég reyndi að halda utan um hann og tala við hann“ Meiðsli Everton mannsins Andre Gomes fengu mikið á marga sem á horfðu ekki síst aðra leikmenn á vellinum. 4. nóvember 2019 08:30
Gylfi sendi Gomes góða kveðju: „Við erum öll með þér“ Íslenski landsliðsmaðurinn sendi samherja sínum góða kveðju á Instagram. 4. nóvember 2019 16:45
Hræðileg meiðsli Gomes í dramatísku jafntefli á Goodison Everton náði í jafntefli gegn Tottenham seint í uppbótartíma eftir að Andre Gomes var borinn út af á börum eftir hrikaleg meiðsli. 3. nóvember 2019 18:45