Tyrkir gómuðu systur Baghdadi Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 23:32 Lítið er vitað hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Vísir/AP Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu. Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi segja að hermenn hafi handsamað eldri systur Abu Bakr al-Baghdadi, látins leiðtoga Íslamska ríkisins. Litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um systurina, sem gengur undir nafninu Rasmiya Awad og er 65 ára gömul. Tyrkneskur embættismaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir hana þó vera „gullnámu“ upplýsinga um hryðjuverkasamtökin, sem hún er talin hafa komið að.Awad var gómuð í árás á híbýli hennar nærri borginni Azaz í norðvesturhluta Sýrlands. Með henni voru eiginmaður hennar, tengdadóttir og fimm börn. Verið er að yfirheyra fullorðna fólkið. Svæðið sem um ræðir er undir stjórn sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og hefur verið það frá 2016. „Það sem hún veit um ISIS gæti gerbreytt skilningi okkar á samtökunum og hjálpað okkur að góma fleiri vígamenn,“ sagði heimildarmaður AP. Baghdadi dó í árás bandarískra hermanna á híbýli hans í Sýrlandi undir lok síðasta mánaðar.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Í kjölfar árásarinnar gegn Baghdadi var talsmaður samtakanna einnig felldur í loftárás. Nýr talsmaður samtakanna tilkynnti svo á fimmtudaginn að búið væri að velja nýjan leiðtoga samtakanna. Sá ber heitið Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi. Lítið er vitað um hann né það hvaða áhrif dauði Baghdadi hefur haft á samtökin. Enn er þó talið að þúsundir vígamanna tilheyri samtökunum í Írak og Sýrlandi og eiga þau einnig undirsamtök víða um heim. Þá aðallega í Afríku og suðaustur Asíu.
Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02 Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15 Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Myndbönd af árásinni gegn Baghdadi: Varar við því að ISIS muni ná sér á strik aftur Hershöfðinginn Kenneth McKenzie Jr. segir að líklega muni það taka forsvarsmenn Íslamska ríkisins einhvern tíma að ná sér á strik á nýjan leik, eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi samtakanna, dó um síðustu helgi. 31. október 2019 09:02
Rændu brókum Baghdadi Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi. 29. október 2019 11:15
Búið að velja eftirmann Baghdadi Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa valið eftirmann Abu Bakr al-Baghdadi. 31. október 2019 16:09
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22