Vinnueftirlit og lögregla vissu ekki af sprengiefninu í Njarðvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2019 18:28 Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur. Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira
Yfirvöld höfðu engar upplýsingar um að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni hefðu verið geymd í gámi í Njarðvík. Ekki er útilokað að sprengiefni sé geymt víðar við óviðundandi aðstæður. Eftir að yfirvöld fengu upplýsingar um að sprengiefni væri geymt gámi á iðnaðarsvæði nærri fyrirtækjum og íbúðarhúsum í Njarðvík á föstudag, hófust umfangsmiklar rýmingar á meðan sprengjusérfræðingar athöfnuðu sig á vettvangi. Samkvæmt upplýsingum var sprengiefnið, sem var dínamít, orðið óstöðugt og hætta á að það gæti sprungið. Aðgerðir sprengjusérfræðinga tóku margar klukkustundir.Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, segir alveg skýrt hvernig geyma skuli sprengiefni.Vísir/SigurjónAlveg skýrt hvernig meðhöndla á sprengiefni Skýrar reglur eru í reglugerð um hvernig sprengiefni skuli meðhöndlað og geymt. Færanlega sprengiefnageymslur skal tilkynntar til yfirvalda. Sé leyfi veitt á lögregla að tilkynna það til slökkviliðs og Vinnueftirlits. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði eigandi sprengiefnisins í Njarðvík á föstudag, ekki fengið leyfi yfirvalda til geymslu. „Við vissum ekki af þessum gámi. Við höldum skrá um alla sprengiefnagáma en þessi gámur var ekki skráður inn í okkar kerfi, þannig að við vissum ekki um þetta,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Guðmundur segir að sprengiefni eigi að geyma í viðurkenndum gámum. Sé leyfi gefið fyrir slíkri geymslu þarf leyfi frá Vinnueftirliti og svo lögreglustjóra fyrir staðsetningu. Hvort fleiri gámar sem geymi sprengiefni við óviðunandi aðstæður segir Guðmundur. „Það er ekki hægt að útiloka það en ég held að það séu mjög fá og að þetta sé mjög sjaldgæft mál. Alveg einstakt,“Færanlegar sprengiefnageymslur þurfa að vera viðurkenndar líkt og hér sést.Vísir/SigurjónGeymslur undir sprengiefni þurfa að vera viðurkenndar Nokkrir tugir tonna af sprengiefni séu í umferð á Íslandi. En það magnið geti þó verið mismundandi eftir verkefnastöðu verktaka. Tveir birgjar hafa heimild til þess að flytja sprengiefni inn til landsins en þá geta verktakar sótt um undanþágu fyrir innflutningi í einstökum verkefnum allt háð eftirliti Vinnueftirlitsins. „Eftirlit er alltaf hægt að bæta vegna þess að aðstæður geta komið upp þar sem að menn séu að geyma vitandi eða jafnvel óafvitandi efni einhverstaðar. En það ætti auðvitað ekki að vera þannig vegna þess að þeir einu sem mega meðhöndla sprengiefni eru með leyfi og þeir eiga að vita hvaða hætta er samfara því að geyma slíkt efni,“ segir Guðmundur.
Almannavarnir Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43 Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira
Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín Lögreglan segir að aðgerðum í Njarðvík þar sem sprengiefni fannst í morgun sé lokið. 1. nóvember 2019 21:43
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47
Eigandi sprengiefnisins segir það ekki hafa „fundist“ Sprengiefnið var gert óvirkt í gærkvöldi og flutt af vettvangi. 2. nóvember 2019 12:49