Yfir tíu milljónir söfnuðust í landssöfnun UN Women Heimsljós kynnir 4. nóvember 2019 11:15 Ljósmynd frá Malaví. UN Women Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV, skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu. Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd. „Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV, skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu. Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd. „Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Þróunarsamvinna Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent