Vildu ekki að séra Þórir hefði dagskrárvald Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 17:56 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. FBL/Anton Brink Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10