Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 16:45 Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira