Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 16:45 Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019 Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu um meint orðaskipti sem fram fóru á milli hans og háskólanema í vísindaferð Politica, félags stjórnmálafræðinema í utanríkisráðuneytið þann 11. október síðastliðinn. Hann frábiður sér þær ásakanir sem settar hafa verið fram á samfélagsmiðlum um orðbragð hans og þann ásetning sem honum var þar gerður upp.Biður hlutaðeigandi velvirðingar „Í heimsókn stjórnmálafræðinema í ráðuneytið í nýliðnum mánuði spunnust í hópnum umræður um ummæli mín í viðtali við blað stjórnmálafræðinema um að það styrkti stjórnmálafræðikennslu að kalla til sem gesti stjórnmálamenn sem hefðu reynslu,“ skrifar Guðlaugur í yfirlýsingunni. „Í spjalli við nemana greip ég til samlíkingar sem eftir á að hyggja var ekki viðeigandi. Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ kemur enn fremur fram í yfirlýsingunni.Greindi frá samtalinu á Twitter Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að Alexandra Ýr Van Erven stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við utanríkisráðherra í fyrrnefndri vísindaferð. Færslur hennar hafa vakið þó nokkra athygli en þar fullyrðir hún að utanríkisráðherra hafi sagt eftirfarandi við hana: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Í vísindaferðinni hélt Guðlaugur Þór utanríkisráðherra kynningu fyrir háskólanemana og átti umrætt svar að hafa komið í kjölfar orðaskipta Alexöndru og Guðlaugs um hlutverk háskóla í undirbúningi fólks fyrir þátttöku í atvinnulífinu.Segja endursögnina vera ónákvæma Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali hafa fullyrt í samtali við Vísi að endursögn Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra fullyrtu að utanríkisráðherra hafi orðað svar sitt öðruvísi en sammældust um að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og að samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. „Við fórum í vísindaferð í utanríkisráðuneytið og þar barst umræðan að því hvernig stjórnmálafræðinám nýttist í starfi/praktík. Þá hófust skoðanaskipti á milli eins nemanda og ráðherra þar sem hann á endanum heimfærði útskýringuna á heldur kumpánlegan hátt: „...það væri eins og einhver ætlaði að fara að kenna kynfræðslu, en væri sjálfur hreinn sveinn en hefði lesið sér til í bókum um efnið...“,“ sagði Þórunn Soffía Snæhólm, sem situr í stjórn félags stjórnmálafræðinema, í svari sínu til Vísis. „Hann sagðist aldrei ætla að kenna henni að „ríða“ eins og hún orðaði það á Twitter, hann notaði aldrei þessi orð. Mín skoðun er sú að orðræða ráðherra hafi ekki verið sú besta og hið sama má segja um stílfæringu Alexöndru,“ bætti hún við.Hér fyrir neðan má Twitterþráðinn sem um ræðir.Fréttin var uppfærð klukkan 17:32.clash um hlutverk háskóla. ALLAVEGA maðurinn svarar þessum rökum mínum með því að taka dæmi og segir: 'Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?” Til að byrja með er þetta náttúrlega bara óviðeigandi o— Alexandra Ýr (@alexandravanerv) November 3, 2019
Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira