Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:35 Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar