Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2019 19:00 Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. Öryggisnefnd Félags atvinnuflugmanna, flugrekstraraðilar og fleiri hafa gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar alþjóðlegu varaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum í gildandi samgönguáætlun til næstu fimm ára. En stærstur hluti tekna flugvalla í rekstri ISAVIA koma frá Keflavíkurflugvelli en þeim hefur ekki verið deilt út til varaflugvallanna. „Við erum eyja og þess vegna þurfum við þegar við erum að byggja svona mikla starfsemi á fluginu í Keflavík að byggja upp varaflugvellina á sama tíma. Það ætti að hafa verið augljóst allan tímann. Frá þeirri leið var horfið árið 2009 þegar varaflugvallagjaldið var lagt af,“ segir Sigurður Ingi. Reyndar hafi gjaldið eingöngu verið fært inn í lendingargjöldin á Keflavíkurflugvelli. Því hefur verið haldið fram að EES reglur hindri að tekjur Keflavíkurflugvallar séu nýttir til annarra flugvalla en ráðherra segir svo ekki vera. Tryggja verði að varaflugvellirnir fylgi taktinum í uppbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Það hlýtur að vera forsenda fyrir uppbyggingu á öruggu flugi á Íslandi. Að því erum við að vinna,“ segir samgönguráðherra. Með núverandi stuðningi stjórnvalda við innanlandsflugvelli megi segja að verið sé að niðurgreiða millilandaflugið. „Við þurfum auðvitað líka að gæta þess mjög vel að uppbyggingin í Keflavík truflist ekki. Hún er líka mjög mikilvæg. En það þarf að vera jafnvægi þarna á milli,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnir hafi stutt að opna fleiri gáttir inn í landið sem hafi gengið hvað best á Akureyri. Það sé því sérkennilegt að við alla stefnumótun meðal flugfólks og í athugasemdum við samgönguáætlanir hafi menn lagt ofuráherslu á að Egilsstaðir væru í forgangi. „Vegna þess að það er öruggara og auðveldara að fljúga þangað en til Akureyrar. Þess vegna verður það áfram pólitísk áskorun fyrir okkur í landsmálunum með fólkinu fyrir norðan að halda áfram þeirri uppbyggingu. Því hún er líka mjög mikilvæg,“ segir Sigurður Ingi. Þá sé einnig unnið að tillögum á útfærslu á svokallaðri skoskri leið til að styðja við innanlandsflugið.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Tengdar fréttir Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Alvarlegir brestir í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla Formaður öryggisnefndar Félags atvinnuflugmanna segir alvarlega bresti vera í viðhaldi og uppbyggingu varaflugvalla landsins sem stjórnvöld hafi verið sinnulaus gagnvart 30. október 2019 18:30