Ekki hægt að setja þetta á herðar barns Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 10:59 "VIð spurðum hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Við teljum að Þorsteinn Halldórsson barnaníðingur hafi byrjað að tæla drenginn okkar með gjöfum, fíkniefnum og peningum þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann níddist á honum og sat fyrir honum stanslaust næstu þrjú árin og í stóran hluta þess tíma sagðist lögregla lítið sem ekkert geta gert. Þorsteinn gat nánast óáreittur níðst á barninu okkar.“ Þetta segja foreldrar þolanda sem lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð og öryggi sonar síns.Var í tíunda bekk Þorsteinn var dæmdur í maí 2018 fyrir að hafa ítrekað tælt til sín son þeirra með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Þá höfðu brotin staðið yfir í tvö ár. Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn í vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að sök gegn öðru barni. Meint brot voru framin bæði fyrir og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þau vita núna að Þorsteinn setti sig fyrst í samband við son þeirra á vefsíðunni einkamal.is snemma árs 2015, þá var hann enn í tíunda bekk. Hann hafi hitt hann fyrst nokkrum mánuðum síðar. Þau lýsa syni sínum sem ljúfum ungum manni með góða námshæfileika. „Hann er góður við systkini sín, bóngóður, mikill dýravinur, átti kærustu og var ágætur námsmaður. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá náði hann samt að klára fyrstu tvö ár framhaldsskólans,“ segir móðir hans. Í febrúar árið 2016 fór foreldrana að gruna að ekki væri allt með felldu. Þau urðu vör við grunsamlegar mannaferðir inn og út af heimili sínu. Þau komu því upp öryggismyndavélum á heimilinu. Þá kom í ljós að Þorsteinn mælti sér oft mót við son þeirra í kjallara hússins. Faðir hans sýnir blaðamanni eitt slíkt myndskeið úr öryggismyndavél og þar sést Þorsteinn ráfa um í myrkrinu í kjallaranum kominn þangað til að hitta son þeirra.Debetkortið hjá syninum Þau fara niður á lögreglustöð og leita til barnaverndar þar sem þau lýsa því sem þau telja að eigi sér stað. Ekkert er aðhafst annað en að lögregla sýnir því áhuga að um fíkniefnasölu geti verið að ræða og leitar að ummerkjum í kjallaranum. „Þrátt fyrir myndefnið þá sagðist lögregla ekki geta gert neitt. Þegar við nefndum hins vegar að hann gæti verið að selja syni okkar fíkniefni þá brugðust þeir strax við og mættu með fíkniefnahunda. Sonur okkar nefndi það sjálfur þegar við gengum á hann. Við vissum samt að það er enginn sextugur karl að koma um miðjar nætur inn á heimili fimmtán ára drengs til að selja honum fíkniefni. Fíkniefnasala var hins vegar eitthvað sem var hægt, samkvæmt verklagi lögreglu, að bregðast við en ekki að það væri verið að níðast á barninu okkar,“ segir faðir hans. Það voru ekki eingöngu upptökur úr öryggismyndavélum sem foreldrar lögðu fyrir lögreglu. Þau finna á honum nýjan síma, sjá að einhver borgaði inneign á símann og þá finna þau loks debetkort Þorsteins.Foreldrar máttu ekki kæra Þrátt fyrir þennan rökstudda grun sagðist lögregla ekki geta aðhafst. „Lögregla sagðist ekkert geta gert því sonur okkar væri orðinn fimmtán ára gamall. Hann yrði að kæra sjálfur. Það er algjör skelfing að fyrirkomulagið sé með þessum hætti. Við vissum að sonur okkar hefði enga burði til þess að kæra Þorstein. Þetta er ekki hægt að leggja á herðar barns,“ segir móðir hans.Vending í málinu Næstu mánuði taka foreldrarnir eftir vaxandi vanlíðan hjá syni sínum. „Hann hættir með kærustunni sinni og er þunglyndur,“ lýsa þau. Nokkrum vikum seinna hverfur sonur þeirra heila helgi. Foreldrarnir hringja í Guðmund Fylkisson lögreglumann sem hefur sýnt mikla lagni í að skoða málefni ungmenna í vanda. Hann fær undirritað leyfi foreldranna til þess að grennslast fyrir um síma sonar þeirra. Hann sér mikil samskipti á milli Þorsteins og sonar þeirra og gerir þeim viðvart. „Þá óskuðum við eftir því að það færi almennileg rannsókn fram á málinu,“ segir faðir hans. Í desember þetta sama ár hefur lögregla afskipti af Þorsteini í Heiðmörk. Þar er hann á ferð í bíl með þolanda. Lögregla keyrir þolanda heim en sleppir Þorsteini. Skömmu eftir það atvik eiga foreldrarnir alvarlegt samtal við son sinn og taka af honum símann. Og þá verður vending í líðan hans og málinu öllu. Hann truflast og ræðst á móður sína. Lögregla er kölluð til á heimili þeirra og þolandi er handtekinn. „Þegar ég hafði náð af honum símanum vissi hann að hann gæti ekki leynt neinu lengur. Hann varð ógurlega reiður og réðst á mig. Hann sem hefur alltaf verið svo ljúfur. Við þurftum að kalla til lögreglu og það þurfti að handtaka hann, þetta var skelfilega erfitt og mér þungbært. Lögregla spurði mig hvort ég vildi kæra son minn fyrir heimilisofbeldi. Ég spurði hann hvort hann væri að grínast, ég myndi vilja kæra annan mann fyrir það sem hefði gerst.“Einblínt á fíkniefnaneyslu Hann er í kjölfarið vistaður á Stuðlum þar sem barnaverndarstarfsmaður ræðir við hann. Það er þar sem sonur þeirra ákvað að kæra Þorstein. Móðir hans segir að syni sínum haf i augljóslega verið mjög létt. „Við fundum það öll. Ég hugsa að margir hafi skakka mynd af aðstæðum. Við misstum son okkar ekki í fíkniefni. Við misstum hann í hendur barnaníðings sem tældi hann í langan tíma og braut svo ítrekað á honum, misnotkunin varð til þess að hann fór að deyfa sig,“ segir móðir hans. „Í gegnum allt þetta ferli til dagsins í dag hefur alltaf verið einblínt á fíkniefnaneyslu hans frekar en skaðann sem hann varð fyrir eftir kynferðisofbeldi Þorsteins gagnvart honum,“ segir móðir hans. „Við íhuguðum að taka málin í okkar hendur. Við skildum ekki aðgerðaleysi lögreglu, það fór ekki á milli mála að Þorsteinn braut á barninu okkar og myndi halda því áfram,“ segir faðir hans.Reyndi að slíta samskiptum Í janúar árið 2017 kom sonur þeirra heim frá Stuðlum. „Hann opnar sig fyrir okkur. Við leyfum honum að tjá sig án þess að spyrja spurninga og þá heyrum við allar þær áhyggjur sem hann hefur af því hvernig Þorsteinn hefur setið um hann. Þorsteinn beitti drenginn okkar miklum þrýstingi og yfirgangi til að fá að hitta hann. Hann hringdi stöðugt í hann, sendi ótal skilaboð í síma og í gegnum samskiptaforrit. Hann mætti óvænt á staði þar sem sonur okkar var að vinna til þess að krefjast kynferðismaka við hann. Sonur okkar reyndi oft að slíta við hann samskiptum en hann krafði hann þá um að greiða sér til baka peninga og gjafir,“ segir móðir hans. Þolandi sekkur í þunglyndi og foreldrar komast að því að Þorsteinn hefur aftur sett sig í samband við hann. „Karlinn lætur hann ekki í friði. Sonur okkar situr með okkur við eldhúsborðið og síminn rauðglóandi. Í eitt skiptið tók ég símann og svaraði Þorsteini og öskraði á hann að láta hann í friði,“ segir faðir hans.Nálgunarbann sett á Þann 22. janúar hleypur faðir þolanda út á eftir honum eitt kvöldið. Hann sér hann setjast upp í bíl hjá Þorsteini og stekkur fram fyrir bifreiðina. „Hann keyrir næstum því yfir mig en skilaði syni mínum nokkur hundruð metrum seinna. Þarna hafði hann lofað syni okkar að greiða fyrir hann dópskuld. Móðir hans greiðir skuldina.“ Nokkrum dögum síðar er sett nálgunarbann á Þorstein. Það er gert eftir að faðir þolanda missir stjórn á skapi sínu á lögreglustöðinni að eigin sögn eftir ítrekaðar beiðnir um hjálp. Þann 26. janúar 2017 er sonur þeirra fyrst kallaður til skýrslutöku til lögreglu. Næstu mánuðir reynast piltinum erfiðir. Um vorið skrifar hann kveðjubréf til foreldra sinna og móðir hans kemur að honum meðvitundarlausum. Eftir útskrift af gjörgæslu er hann lagður beint inn á barna- og unglingageðdeild. Foreldrarnir geyma á meðan síma og tölvu sonar síns. „Og karlinn heldur áfram að hringja og senda skilaboð,“ segir faðir hans. Sonur þeirra var í framhaldinu vistaður á Stuðlum og um sumarið fóru foreldrarnir með hann í sumarfrí til útlanda. En um leið og sonur þeirra var kominn aftur heim hafi Þorsteinn farið að sitja um hann aftur.Aðdragandi gæsluvarðhaldsins Þann 9. janúar 2018 stöðvar lögregla Þorstein í bifreið með þolanda undir miklum áhrifum fíkniefna og með nýjan síma. Hann telur sig í fullum rétti þar sem þolandi sé nú orðinn átján ára gamall og nálgunarbann útrunnið. „Þegar lögregla hefur afskipti af þeim sagði Þorsteinn þeim að þeir hefðu bara hist fyrir tilviljun. Sonur okkar var í annarlegu ástandi með nýjan síma í höndunum sem Þorsteinn hafði gefið honum. Lögregla leyfir Þorsteini að fara. Þótt hann sé kærður fyrir kynferðisofbeldið gegn syni okkar. Ég bara skil þetta ekki. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svo mörg skelfileg brot,“ segir móðir hans. „Og tveimur dögum síðar þá sendi sonur okkar neyðarkall á móður sína á Snapchat eftir að Þorsteinn nauðgar honum á gistiheimili. Það er fyrst þá sem Þorsteinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald.“ Syni þeirra tókst einnig að opna fyrir stillingu á símanum sínum í Google Maps þannig að það var hægt að staðsetja símann. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hann komið grátandi út af gistiheimilinu og hafi síðan verið færður til rannsóknar á neyðarmóttöku kynferðisbrota, segja þau. Degi síðar eða þann 12. janúar er Þorsteinn handtekinn og 15. janúar er hann ákærður fyrir nauðgun. Um þremur mánuðum síðar eru mál gegn Þorsteini sem varða brot gegn syni þeirra sameinuð í eitt og dómtekin. Og þann 18. maí þetta sama ár er Þorsteinn dæmdur í sjö ára fangelsi. Rúmu ári seinna er dómurinn styttur í fimm ár í Landsrétti.Þarf að sækja bætur Sonur þeirra á rétt á um það bil þremur og hálfri milljón króna í miskabætur frá Þorsteini. Ríkið sækir bætur að hámarki þremur milljónum. Faðir hans segir það skjóta skökku við að hann þurfi sjálfur að sækja til hans þær bætur sem eru umfram þrjár milljónir. „Þorsteinn sem hefur tælt son minn með peningagjöfum fær þarna aðgang að honum aftur. Á sonur minn að sækja bætur til níðingsins. Ég mun auðvitað ganga eftir þessu en ekki hann en hvað með þolendur sem hafa ekki bakland? Hvernig á kerfið eiginlega að virka?“ spyr faðir hans. Þau gagnrýna hversu svifaseint kerfið er og segja ríka ástæðu til að endurskoða viðbrögð lögreglu og barnaverndar þegar rökstuddur grunur er um kynferðisofbeldi gegn barni. Í langan tíma hafi þau talið að lögregla væri að gera eitthvað í málinu. Svo hafi ekki verið. Sá tími sem hafi liðið í aðgerðaleysi hafi verið þeim dýrkeyptur. Þá hafi í öllu viðmóti verið einblínt á fíknivanda sonar þeirra en ekki kynferðisofbeldið og afleiðingar þess. „Það þarf að taka þetta allt í gegn. Það skortir allan skilning á eðli kynferðisofbeldis í gegnum allt þetta kerfi og ferli. Frá upphafi til enda.“Afplánar í opnu fangelsi Foreldrarnir hafa fengið staðfest að Þorsteinn afpláni refsingu sína í opnu fangelsi, Sogni, og Fangelsismálastofnun hefur boðið þeim að þau verði látin vita um frekari tilhögun afplánunar hans, til dæmis þegar hann fer í dagsleyfi, fær ökklaband og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að hann hafi aðgang að tölvu og geti til dæmis sent tölvupóst. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni. Þorsteinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni og stór hluti brotanna sem hann var dæmdur fyrir voru framin eftir að hann var kærður. Ég spyr mig hvort þau hafi yfirhöfuð lesið dóminn yfir honum þegar það var ákveðið að hann færi í opið úrræði,“ segir faðirinn og móðirin bætir við: „Mér finnst réttmæt spurning vera, í ljósi reynslu okkar: Er kerfið meðvirkt með gerendum frá upphafi til enda?“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. 29. september 2019 20:00 Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota. 12. október 2019 08:30 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Við teljum að Þorsteinn Halldórsson barnaníðingur hafi byrjað að tæla drenginn okkar með gjöfum, fíkniefnum og peningum þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann níddist á honum og sat fyrir honum stanslaust næstu þrjú árin og í stóran hluta þess tíma sagðist lögregla lítið sem ekkert geta gert. Þorsteinn gat nánast óáreittur níðst á barninu okkar.“ Þetta segja foreldrar þolanda sem lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð og öryggi sonar síns.Var í tíunda bekk Þorsteinn var dæmdur í maí 2018 fyrir að hafa ítrekað tælt til sín son þeirra með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum. Þá höfðu brotin staðið yfir í tvö ár. Hann var dæmdur fyrir að hafa gefið honum peninga, tóbak og farsíma og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi en Landsréttur stytti dóminn í vor í fimm og hálfs árs fangelsi. Nú í haust var Þorsteinn ákærður af héraðssaksóknara í öðru máli þar sem honum er gefin svipuð háttsemi að sök gegn öðru barni. Meint brot voru framin bæði fyrir og eftir að það varð fimmtán ára gamalt. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þau vita núna að Þorsteinn setti sig fyrst í samband við son þeirra á vefsíðunni einkamal.is snemma árs 2015, þá var hann enn í tíunda bekk. Hann hafi hitt hann fyrst nokkrum mánuðum síðar. Þau lýsa syni sínum sem ljúfum ungum manni með góða námshæfileika. „Hann er góður við systkini sín, bóngóður, mikill dýravinur, átti kærustu og var ágætur námsmaður. Þrátt fyrir mikla erfiðleika þá náði hann samt að klára fyrstu tvö ár framhaldsskólans,“ segir móðir hans. Í febrúar árið 2016 fór foreldrana að gruna að ekki væri allt með felldu. Þau urðu vör við grunsamlegar mannaferðir inn og út af heimili sínu. Þau komu því upp öryggismyndavélum á heimilinu. Þá kom í ljós að Þorsteinn mælti sér oft mót við son þeirra í kjallara hússins. Faðir hans sýnir blaðamanni eitt slíkt myndskeið úr öryggismyndavél og þar sést Þorsteinn ráfa um í myrkrinu í kjallaranum kominn þangað til að hitta son þeirra.Debetkortið hjá syninum Þau fara niður á lögreglustöð og leita til barnaverndar þar sem þau lýsa því sem þau telja að eigi sér stað. Ekkert er aðhafst annað en að lögregla sýnir því áhuga að um fíkniefnasölu geti verið að ræða og leitar að ummerkjum í kjallaranum. „Þrátt fyrir myndefnið þá sagðist lögregla ekki geta gert neitt. Þegar við nefndum hins vegar að hann gæti verið að selja syni okkar fíkniefni þá brugðust þeir strax við og mættu með fíkniefnahunda. Sonur okkar nefndi það sjálfur þegar við gengum á hann. Við vissum samt að það er enginn sextugur karl að koma um miðjar nætur inn á heimili fimmtán ára drengs til að selja honum fíkniefni. Fíkniefnasala var hins vegar eitthvað sem var hægt, samkvæmt verklagi lögreglu, að bregðast við en ekki að það væri verið að níðast á barninu okkar,“ segir faðir hans. Það voru ekki eingöngu upptökur úr öryggismyndavélum sem foreldrar lögðu fyrir lögreglu. Þau finna á honum nýjan síma, sjá að einhver borgaði inneign á símann og þá finna þau loks debetkort Þorsteins.Foreldrar máttu ekki kæra Þrátt fyrir þennan rökstudda grun sagðist lögregla ekki geta aðhafst. „Lögregla sagðist ekkert geta gert því sonur okkar væri orðinn fimmtán ára gamall. Hann yrði að kæra sjálfur. Það er algjör skelfing að fyrirkomulagið sé með þessum hætti. Við vissum að sonur okkar hefði enga burði til þess að kæra Þorstein. Þetta er ekki hægt að leggja á herðar barns,“ segir móðir hans.Vending í málinu Næstu mánuði taka foreldrarnir eftir vaxandi vanlíðan hjá syni sínum. „Hann hættir með kærustunni sinni og er þunglyndur,“ lýsa þau. Nokkrum vikum seinna hverfur sonur þeirra heila helgi. Foreldrarnir hringja í Guðmund Fylkisson lögreglumann sem hefur sýnt mikla lagni í að skoða málefni ungmenna í vanda. Hann fær undirritað leyfi foreldranna til þess að grennslast fyrir um síma sonar þeirra. Hann sér mikil samskipti á milli Þorsteins og sonar þeirra og gerir þeim viðvart. „Þá óskuðum við eftir því að það færi almennileg rannsókn fram á málinu,“ segir faðir hans. Í desember þetta sama ár hefur lögregla afskipti af Þorsteini í Heiðmörk. Þar er hann á ferð í bíl með þolanda. Lögregla keyrir þolanda heim en sleppir Þorsteini. Skömmu eftir það atvik eiga foreldrarnir alvarlegt samtal við son sinn og taka af honum símann. Og þá verður vending í líðan hans og málinu öllu. Hann truflast og ræðst á móður sína. Lögregla er kölluð til á heimili þeirra og þolandi er handtekinn. „Þegar ég hafði náð af honum símanum vissi hann að hann gæti ekki leynt neinu lengur. Hann varð ógurlega reiður og réðst á mig. Hann sem hefur alltaf verið svo ljúfur. Við þurftum að kalla til lögreglu og það þurfti að handtaka hann, þetta var skelfilega erfitt og mér þungbært. Lögregla spurði mig hvort ég vildi kæra son minn fyrir heimilisofbeldi. Ég spurði hann hvort hann væri að grínast, ég myndi vilja kæra annan mann fyrir það sem hefði gerst.“Einblínt á fíkniefnaneyslu Hann er í kjölfarið vistaður á Stuðlum þar sem barnaverndarstarfsmaður ræðir við hann. Það er þar sem sonur þeirra ákvað að kæra Þorstein. Móðir hans segir að syni sínum haf i augljóslega verið mjög létt. „Við fundum það öll. Ég hugsa að margir hafi skakka mynd af aðstæðum. Við misstum son okkar ekki í fíkniefni. Við misstum hann í hendur barnaníðings sem tældi hann í langan tíma og braut svo ítrekað á honum, misnotkunin varð til þess að hann fór að deyfa sig,“ segir móðir hans. „Í gegnum allt þetta ferli til dagsins í dag hefur alltaf verið einblínt á fíkniefnaneyslu hans frekar en skaðann sem hann varð fyrir eftir kynferðisofbeldi Þorsteins gagnvart honum,“ segir móðir hans. „Við íhuguðum að taka málin í okkar hendur. Við skildum ekki aðgerðaleysi lögreglu, það fór ekki á milli mála að Þorsteinn braut á barninu okkar og myndi halda því áfram,“ segir faðir hans.Reyndi að slíta samskiptum Í janúar árið 2017 kom sonur þeirra heim frá Stuðlum. „Hann opnar sig fyrir okkur. Við leyfum honum að tjá sig án þess að spyrja spurninga og þá heyrum við allar þær áhyggjur sem hann hefur af því hvernig Þorsteinn hefur setið um hann. Þorsteinn beitti drenginn okkar miklum þrýstingi og yfirgangi til að fá að hitta hann. Hann hringdi stöðugt í hann, sendi ótal skilaboð í síma og í gegnum samskiptaforrit. Hann mætti óvænt á staði þar sem sonur okkar var að vinna til þess að krefjast kynferðismaka við hann. Sonur okkar reyndi oft að slíta við hann samskiptum en hann krafði hann þá um að greiða sér til baka peninga og gjafir,“ segir móðir hans. Þolandi sekkur í þunglyndi og foreldrar komast að því að Þorsteinn hefur aftur sett sig í samband við hann. „Karlinn lætur hann ekki í friði. Sonur okkar situr með okkur við eldhúsborðið og síminn rauðglóandi. Í eitt skiptið tók ég símann og svaraði Þorsteini og öskraði á hann að láta hann í friði,“ segir faðir hans.Nálgunarbann sett á Þann 22. janúar hleypur faðir þolanda út á eftir honum eitt kvöldið. Hann sér hann setjast upp í bíl hjá Þorsteini og stekkur fram fyrir bifreiðina. „Hann keyrir næstum því yfir mig en skilaði syni mínum nokkur hundruð metrum seinna. Þarna hafði hann lofað syni okkar að greiða fyrir hann dópskuld. Móðir hans greiðir skuldina.“ Nokkrum dögum síðar er sett nálgunarbann á Þorstein. Það er gert eftir að faðir þolanda missir stjórn á skapi sínu á lögreglustöðinni að eigin sögn eftir ítrekaðar beiðnir um hjálp. Þann 26. janúar 2017 er sonur þeirra fyrst kallaður til skýrslutöku til lögreglu. Næstu mánuðir reynast piltinum erfiðir. Um vorið skrifar hann kveðjubréf til foreldra sinna og móðir hans kemur að honum meðvitundarlausum. Eftir útskrift af gjörgæslu er hann lagður beint inn á barna- og unglingageðdeild. Foreldrarnir geyma á meðan síma og tölvu sonar síns. „Og karlinn heldur áfram að hringja og senda skilaboð,“ segir faðir hans. Sonur þeirra var í framhaldinu vistaður á Stuðlum og um sumarið fóru foreldrarnir með hann í sumarfrí til útlanda. En um leið og sonur þeirra var kominn aftur heim hafi Þorsteinn farið að sitja um hann aftur.Aðdragandi gæsluvarðhaldsins Þann 9. janúar 2018 stöðvar lögregla Þorstein í bifreið með þolanda undir miklum áhrifum fíkniefna og með nýjan síma. Hann telur sig í fullum rétti þar sem þolandi sé nú orðinn átján ára gamall og nálgunarbann útrunnið. „Þegar lögregla hefur afskipti af þeim sagði Þorsteinn þeim að þeir hefðu bara hist fyrir tilviljun. Sonur okkar var í annarlegu ástandi með nýjan síma í höndunum sem Þorsteinn hafði gefið honum. Lögregla leyfir Þorsteini að fara. Þótt hann sé kærður fyrir kynferðisofbeldið gegn syni okkar. Ég bara skil þetta ekki. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svo mörg skelfileg brot,“ segir móðir hans. „Og tveimur dögum síðar þá sendi sonur okkar neyðarkall á móður sína á Snapchat eftir að Þorsteinn nauðgar honum á gistiheimili. Það er fyrst þá sem Þorsteinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald.“ Syni þeirra tókst einnig að opna fyrir stillingu á símanum sínum í Google Maps þannig að það var hægt að staðsetja símann. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hann komið grátandi út af gistiheimilinu og hafi síðan verið færður til rannsóknar á neyðarmóttöku kynferðisbrota, segja þau. Degi síðar eða þann 12. janúar er Þorsteinn handtekinn og 15. janúar er hann ákærður fyrir nauðgun. Um þremur mánuðum síðar eru mál gegn Þorsteini sem varða brot gegn syni þeirra sameinuð í eitt og dómtekin. Og þann 18. maí þetta sama ár er Þorsteinn dæmdur í sjö ára fangelsi. Rúmu ári seinna er dómurinn styttur í fimm ár í Landsrétti.Þarf að sækja bætur Sonur þeirra á rétt á um það bil þremur og hálfri milljón króna í miskabætur frá Þorsteini. Ríkið sækir bætur að hámarki þremur milljónum. Faðir hans segir það skjóta skökku við að hann þurfi sjálfur að sækja til hans þær bætur sem eru umfram þrjár milljónir. „Þorsteinn sem hefur tælt son minn með peningagjöfum fær þarna aðgang að honum aftur. Á sonur minn að sækja bætur til níðingsins. Ég mun auðvitað ganga eftir þessu en ekki hann en hvað með þolendur sem hafa ekki bakland? Hvernig á kerfið eiginlega að virka?“ spyr faðir hans. Þau gagnrýna hversu svifaseint kerfið er og segja ríka ástæðu til að endurskoða viðbrögð lögreglu og barnaverndar þegar rökstuddur grunur er um kynferðisofbeldi gegn barni. Í langan tíma hafi þau talið að lögregla væri að gera eitthvað í málinu. Svo hafi ekki verið. Sá tími sem hafi liðið í aðgerðaleysi hafi verið þeim dýrkeyptur. Þá hafi í öllu viðmóti verið einblínt á fíknivanda sonar þeirra en ekki kynferðisofbeldið og afleiðingar þess. „Það þarf að taka þetta allt í gegn. Það skortir allan skilning á eðli kynferðisofbeldis í gegnum allt þetta kerfi og ferli. Frá upphafi til enda.“Afplánar í opnu fangelsi Foreldrarnir hafa fengið staðfest að Þorsteinn afpláni refsingu sína í opnu fangelsi, Sogni, og Fangelsismálastofnun hefur boðið þeim að þau verði látin vita um frekari tilhögun afplánunar hans, til dæmis þegar hann fer í dagsleyfi, fær ökklaband og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að hann hafi aðgang að tölvu og geti til dæmis sent tölvupóst. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni. Þorsteinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni og stór hluti brotanna sem hann var dæmdur fyrir voru framin eftir að hann var kærður. Ég spyr mig hvort þau hafi yfirhöfuð lesið dóminn yfir honum þegar það var ákveðið að hann færi í opið úrræði,“ segir faðirinn og móðirin bætir við: „Mér finnst réttmæt spurning vera, í ljósi reynslu okkar: Er kerfið meðvirkt með gerendum frá upphafi til enda?“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37 Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. 29. september 2019 20:00 Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota. 12. október 2019 08:30 Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52 Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn sama drengnum Þorsteinn Halldórsson, sem ákærður hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni, er sakaður um að hafa brotið á barninu í að minnsta kosti fimmtíu skipti á árunum 2015 til 2017 er barnið var á aldrinum 14 til sautján ára. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa sent kynferðislegar myndir af drengnum til óþekktra aðila. 26. september 2019 18:37
Allir fangar geta afplánað í opnu fangelsi standist þeir kröfur Maður sem dæmdur var nýverið fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barni dvelur nú í opnu fangelsi. 29. september 2019 20:00
Það hreinlega slokknaði allt líf í augum þeirra Karen Halldórsdóttir segir frá þeirri stund þegar hún færði börnum bróður síns fréttir sem urðu þeim þungt áfall. Að hann sæti í gæsluvarðhaldi vegna alvarlegra kynferðisbrota. 12. október 2019 08:30
Dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot gegn ungum dreng Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum dreng 18. maí 2018 15:52
Dæmdur barnaníðingur ákærður í keimlíku máli Þorsteinn Halldórsson, karlmaður á sextugsaldri, sætir í annað skiptið á innan við tveimur árum ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni. 24. september 2019 22:42