Sjáðu eldræðu Teits um Njarðvík: „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45