Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi kusu nýverið að sameina sveitarfélögin. Niðurstaðan var afgerandi og þátttaka góð. Þetta er ánægjulegt fyrir margra hluta sakir. Íbúarnir geta nú sameinast um betri þjónustu og rödd þeirra verður sterkari. Þeir fagna sem vilja sjá landsbyggðina blómstra með sterkari sjálfbærari sveitarfélögum. Þau gegna lykilhlutverki með því að bjóða annan búsetuvalkost en Reykjavík eða jafnvel höfuðborgarsvæðið frá Hvítá í Borgarfirði til Hvítár í Árnessýslu. Það þarf líka að efla sveitarstjórnarstigið sem mikilvægan hluta íslensks lýðræðis og samfélagsþátttöku. Með öflugum sveitarfélögum getum við fært fleiri verkefni frá ríkinu þannig að þjónusta við fólk sé nálæg. Sú hugmyndafræði sem liggur að baki sameiningunni á Austfjörðum lýtur að sameiningu stjórnsýslu en ekki byggða. Þrátt fyrir aukna samvinnu byggðanna þurfa séreinkennin ekki að tapast þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins. Áfram halda Seyðisfjörður og Egilsstaðir sínum sérkennum og sjálfsmynd. „Heimastjórnum“ verður komið á sem munu auka áhrif heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Með þetta í huga er sérstakt að ekkert heyrist af hugmyndum um sameiningu sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Byggð sem þarf nauðsynlega að efla samkennd og samstöðu íbúa til að gæta hagsmuna sinna betur. Í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til ársins 2024 er sagt að íbúar ættu að hætta „að beita gömlum meðulum í heimi sem breytist hratt“. Jafnframt verði að sporna við því „að gera sömu hlutina á tveimur stöðum“. Samt er sameining sveitarfélaganna ekki nefnd á nafn. Sameinaður Eyjafjörður auðveldar mönnum að standa saman að uppbyggingu atvinnu og þjónustu enda er svæðið eitt í þeim skilningi. Sameinað getur svæðið staðið vörð um eigin hagsmuni og síður verður gengið fram hjá því. Sameinað er Eyjafjarðarsvæðið og Akureyri sterkari búsetuvalkostur fyrir landsmenn. Ein Eyjafjarðarbyggð þýðir að hægt er að taka rökréttari ákvarðanir í skipulagsmálum sérstaklega þegar stærsta sveitarfélagið, Akureyri, skortir meira land. Aukin hagkvæmni í stjórnsýslu leiðir til sparnaðar sem má nýta til betri þjónustu og uppbyggingar innviða líkt og reyndin hefur verið í öðrum sameiningum. Og þótt það sé í raun aukaatriði, liðkar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga til fyrir sameiningum sveitarfélaga. Það þýðir að á næstu sjö árum rynnu alls 1.649 milljónir króna til Eyjafjarðar til uppbyggingar, ásamt stuðningi við undirbúning sameiningar, kynningarmál og framkvæmd sameiningar. Að auki býður sjóðurinn sérstök framlög komi til skerðingar á jöfnunarframlögum í fjögur ár eftir sameiningu. Koma svo, Eyfirðingar!
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun