Ef það er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað Jón Þórisson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Ólafur B. Schram hefur nú gefið út bók með ýmsum sögum sem hann hefur sagt ferðamönnum á leið þeirra um landið. Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Höpp og glöpp nefnist bók eftir Ólaf B. Schram, sem áratugum saman hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna. Undirtitill bókarinnar, Sjálfshól og svaðilfarir, er ef til vill lýsandi fyrir efnistök Ólafs í bókinni, en í henni eru yfir hundrað sögur af ferðum hans sem leiðsögumanns. Þar eru sagðar sögur af fólki, svaðilförum og spaugilegum atvikum. Þá eru í bókinni einnig frásagnir úr æsku Ólafs, af veru hans í Öræfasveit og fólkinu sem þar bjó. „Svona áttatíu prósent af þeim eiga að kitla hláturtaugarnar,“ segir Ólafur. „En svo eru þarna ýmsar upplýsingar og frásagnir um breytingar á náttúrunni og þess háttar.“ Ólafur segist ekki hafa haldið sögunum til haga um leið og atburðirnir sem hann lýsir gerðust. „Ég er búinn að vera að segja ferðamönnum þessar sögur,“ segir Ólafur. Hann bætir við að hver saga eigi sinn stað á landinu. „Ég þurfti reyndar að keyra um landið til að muna þær allar.“ Hann segir að hugmyndin um að gefa þessar sögur út á bók sé fremur ný. „Það er búið að vera að róa í mér með þetta. Upphaflega féllst ég á að taka þetta saman fyrir barnabörnin. Svo fór ég birta eitthvað af þessu á Facebook í styttri útgáfu og þetta líkaði vel. Þannig að það má segja að ég hafi verið að byggja upp eftirvæntingu.“ Hann telur bókina höfða til allra. „Það er slegist um bókina þar sem eitt eintak er á heimili,“ segir hann í léttum dúr. Ólafur segir að starf leiðsögumannsins sé að vera eins konar skemmtikraftur öðrum þræði. „Ef það til dæmis er leiðindaveður þá getur maður ekki bara þagað. Þá er gott að geta sagt sögur. Þá fer maður að segja frá einhverjum ævintýrum og smám saman slípast þetta til og verður til heilleg saga.“ Hann segir sögurnar vera í frásagnarstíl. „Maður finnur hvernig sagan þarf að vera til að fólkið haldi athyglinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira