Þurfa að loka flutningsleið sprengiefnisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 19:42 Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja. Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja.
Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47