„Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 13:15 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, á opnunarhátíð Iceland Airwaves í fyrra. fréttablaðið/ernir Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. Þetta sé hins vegar flókið verkefni enda 150 hljómsveitir á yfir 200 tónleikum. Ísleifur segir miðasölu hafa gengið nokkuð vel, hún sé til að mynda talsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hátíðin hefur undanfarin ár verið rekin með tapi, þó minna tapi í fyrra en árin þar á undan. Ísleifur sagði í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum að hátíðin í ár yrði „do or die“ fyrir Airwaves. Sýna þyrfti fram á að hægt væri að ná hátíðinni á núllið og var stefnt á það strax á þessu ári. Það mun ekki takast en Ísleifur er engu að síður bjartsýnn á framtíð Iceland Airwaves. Til að mæta fjárhagsvandanum hefur þurft að ráðast í ýmsar breytingar á hátíðinni, til dæmis með því að fækka Off Venue-stöðum og hafa færri boðsmiða. Þannig hafa almennir boðsmiðar verið lagðir af með öllu. „Við erum bjartsýn því fjárhagslega er þetta allt í rétta átt en líka vegna þess að breytingunum hefur bara verið tekið nokkuð vel,“ segir Ísleifur. Hann segir stefna í smá tap í ár en miklu minna en áður. „Við höfum trú á því að við séum að nálgast einhverja formúlu þar sem reksturinn getur rúllað sirka á núlli vandræðalaust og allir verið svona nokkuð sáttir við það hvernig hátíðin er. Eins og ég hef líka sagt áður: Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves. Þetta er náttúrulega „magical“ hátíð, æðisleg hátíð og við erum að reyna að bjarga henni í núverandi mynd. Ekki einhvern veginn gjörbreyta henni,“ segir Ísleifur.Tónlistarkonan Sóley spilaði á elliheimilinu Grund á Airwaves í fyrra. Það er einn af Off Venue-stöðunum einnig í ár.vísir/vilhelmOn Venue-staðir og dagpassar í fyrsta sinn Í ár eru níu „official“ tónleikastaðir, tuttugu Off Venue-staðir og svo þrír On Venue-staðir sem Ísleifur segir nýjung. „On venue-konseptið er eiginlega mitt á milli official venue og off venue – staðirnir í raun ráða sér sjálfir og prógrammera sig sjálfir en þú kemst ekki inn á þá nema hafa armband. Það eru Dillon, Kornhlaðan og Miami Bar,“ segir Ísleifur. Þá segir hann öfluga og skemmtilega dagskrá á Off Venue. „Við höfum miðað við að Off Venue bæti einhverju við hátíðina og að þeir staðir séu að gera eitthvað sem við erum ekki að gera þannig að Off Venue-staðir séu ekki í samkeppni við kjarnadagskrána.“ Þá er það einnig nýjung að hægt sé að kaupa dagpassa á hátíðina. „Þetta er svona tilraun hjá okkur, við erum alveg hreinskilin með það. Við vitum ekkert hvernig þetta fer og við vitum ekkert hvort við munum gera þetta aftur,“ segir Ísleifur. Hann segir þetta ekki síst gert til þess að ná til ungs fólks, sem hefur ef til vill ekki efni á fjögurra daga passa, og svo er líka verið að horfa til fjölskyldufólks sem getur kannski ekki skuldbundið sig á fjögurra daga hátíð en langar engu að síður að fara á Airwaves. Stjórnendur hátíðarinnar hafi fundið þessa eftirspurn í fyrra og því ákveðið að prófa núna. Ísleifur segir söluna á dagpössum hafa verið fína hingað til en býst við að hún aukist þegar nær dregur hátíðinni.Árstíðir í Gamla bíó í fyrra.fréttablaðið/ernirÞað skemmtilega við hátíðina að allir hafa skoðun á henni Aðspurður hvort hann hafi, líkt og blaðamaður, heyrt af gagnrýni á dagskrá hátíðarinnar í ár, hún sé ekki nógu þétt eða spennandi, segir Ísleifur að það skemmtilega við Airwaves að allir hafi skoðun á hátíðinni. „Line up-ið er auðvitað alltaf umræðuefni hjá þeim sem eru í bransanum, þeim sem eru í böndunum og lifa og hrærast í þessu. Þetta er eilífðarverkefni og þetta er sífellt viðvangsefni en auðvitað hlustum við á þetta allt saman,“ segir Ísleifur og bendir á að mismunandi hópar sæki hátíðina af mismunandi ástæðum. Útlendingarnir sem komi sérstaklega á Airwaves séu til dæmis spenntari fyrir íslensku böndunum heldur en Íslendingar sem séu yfirleitt spenntari fyrir þeim erlendu. Þá komist miklu færri listamenn að en vilja, bæði erlendir og íslenskir. Iceland Airwaves sé sterkt og þekkt vörumerki og það þyki mikið tækifæri fyrir „up and coming“-bönd að spila á hátíðinni. Þá segir Ísleifur Senu vera með mjög gott teymi sem velji úr og velji inn á hátíðina. „Við höfum fengið mikið hrós eins og eftir hátíðina í fyrra í mjög virtum fjölmiðlum þar sem hátíðin var kölluð „the best place in the world to discover new music.“ Við höfum náttúrulega tekið hátíðina aðeins til baka. Við erum ekki að eltast við stærstu bönd í heimi og við viljum ekki vera að selja aukamiða heldur gildir bara einn miði inn á allt.“Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli í sumar.vísir/vilhelmFlóknara að skipuleggja Airwaves heldur en stórtónleika Ed SheeranEn hefur fjárhagsstaðan sett einhverjar skorður varðandi það að fá bönd til að spila á hátíðinni? „Við erum að reyna að finna alltaf betur og betur hver formúlan er. Þetta er nefnilega svolítið flókið. Það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað ákveðið „budget“ sem við getum ekki farið yfir. Maður þarf einhvern veginn að áætla það og hafa tilfinningu fyrir því að bandið hjálpi til við að selja miða upp í það sem þeir kosta. Það er erfitt að setja fingur á þetta. Við erum alveg til í að borga vel fyrir band sem hentar Airwaves alveg ótrúlega vel og við vitum að muni dræva einhvern gríðarlegan áhuga og sölu. En við erum bara að reyna að finna réttu formúluna, blöndu af einhverju talsvert stærra bandi, sem í ár er Of Monsters and Men, svona nokkur bönd sem eru svona semí stór eins og Mac DeMarco og Whitney, svo eiginlega öll íslensk bönd sem eru að gera góða hluti og svo gott úrval af „indie up and coming“-böndum,“ segir Ísleifur. Sena Live hélt stórtónleika á Laugardalsvelli í sumar með Ed Sheeran þar sem samtals um 50 þúsund manns komu á tvenna tónleika. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort sé flóknara að skipuleggja þannig risaviðburð eða Iceland Airwaves. „Þetta er góð spurning,“ segir Ísleifur hlæjandi og heldur áfram: „Við erum nýbúin að vera með Ed Sheeran, stærstu stjörnu samtímans þar sem komu fimmtíu þúsund gestir. Auðvitað er það rosalegt átak, tíminn sem fer í það, vinnan og fjármunirnir. Það er í raun og veru stærri skali en það er engin spurning hvort er flóknara og það er Iceland Airwaves. Það er miklu flóknara að gera Airwaves af því þú ert alltaf líka að reyna að það ganga upp fjárhagslega. Einir tónleikar á einum stað með einum aðila, það er eiginlega alveg sama hversu stórt það er, það er miklu einfaldara heldur en Airwaves, 150 bönd, 200 tónleikar á fjórum dögum í níu venue-um.“ Airwaves Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. Þetta sé hins vegar flókið verkefni enda 150 hljómsveitir á yfir 200 tónleikum. Ísleifur segir miðasölu hafa gengið nokkuð vel, hún sé til að mynda talsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hátíðin hefur undanfarin ár verið rekin með tapi, þó minna tapi í fyrra en árin þar á undan. Ísleifur sagði í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum að hátíðin í ár yrði „do or die“ fyrir Airwaves. Sýna þyrfti fram á að hægt væri að ná hátíðinni á núllið og var stefnt á það strax á þessu ári. Það mun ekki takast en Ísleifur er engu að síður bjartsýnn á framtíð Iceland Airwaves. Til að mæta fjárhagsvandanum hefur þurft að ráðast í ýmsar breytingar á hátíðinni, til dæmis með því að fækka Off Venue-stöðum og hafa færri boðsmiða. Þannig hafa almennir boðsmiðar verið lagðir af með öllu. „Við erum bjartsýn því fjárhagslega er þetta allt í rétta átt en líka vegna þess að breytingunum hefur bara verið tekið nokkuð vel,“ segir Ísleifur. Hann segir stefna í smá tap í ár en miklu minna en áður. „Við höfum trú á því að við séum að nálgast einhverja formúlu þar sem reksturinn getur rúllað sirka á núlli vandræðalaust og allir verið svona nokkuð sáttir við það hvernig hátíðin er. Eins og ég hef líka sagt áður: Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves. Þetta er náttúrulega „magical“ hátíð, æðisleg hátíð og við erum að reyna að bjarga henni í núverandi mynd. Ekki einhvern veginn gjörbreyta henni,“ segir Ísleifur.Tónlistarkonan Sóley spilaði á elliheimilinu Grund á Airwaves í fyrra. Það er einn af Off Venue-stöðunum einnig í ár.vísir/vilhelmOn Venue-staðir og dagpassar í fyrsta sinn Í ár eru níu „official“ tónleikastaðir, tuttugu Off Venue-staðir og svo þrír On Venue-staðir sem Ísleifur segir nýjung. „On venue-konseptið er eiginlega mitt á milli official venue og off venue – staðirnir í raun ráða sér sjálfir og prógrammera sig sjálfir en þú kemst ekki inn á þá nema hafa armband. Það eru Dillon, Kornhlaðan og Miami Bar,“ segir Ísleifur. Þá segir hann öfluga og skemmtilega dagskrá á Off Venue. „Við höfum miðað við að Off Venue bæti einhverju við hátíðina og að þeir staðir séu að gera eitthvað sem við erum ekki að gera þannig að Off Venue-staðir séu ekki í samkeppni við kjarnadagskrána.“ Þá er það einnig nýjung að hægt sé að kaupa dagpassa á hátíðina. „Þetta er svona tilraun hjá okkur, við erum alveg hreinskilin með það. Við vitum ekkert hvernig þetta fer og við vitum ekkert hvort við munum gera þetta aftur,“ segir Ísleifur. Hann segir þetta ekki síst gert til þess að ná til ungs fólks, sem hefur ef til vill ekki efni á fjögurra daga passa, og svo er líka verið að horfa til fjölskyldufólks sem getur kannski ekki skuldbundið sig á fjögurra daga hátíð en langar engu að síður að fara á Airwaves. Stjórnendur hátíðarinnar hafi fundið þessa eftirspurn í fyrra og því ákveðið að prófa núna. Ísleifur segir söluna á dagpössum hafa verið fína hingað til en býst við að hún aukist þegar nær dregur hátíðinni.Árstíðir í Gamla bíó í fyrra.fréttablaðið/ernirÞað skemmtilega við hátíðina að allir hafa skoðun á henni Aðspurður hvort hann hafi, líkt og blaðamaður, heyrt af gagnrýni á dagskrá hátíðarinnar í ár, hún sé ekki nógu þétt eða spennandi, segir Ísleifur að það skemmtilega við Airwaves að allir hafi skoðun á hátíðinni. „Line up-ið er auðvitað alltaf umræðuefni hjá þeim sem eru í bransanum, þeim sem eru í böndunum og lifa og hrærast í þessu. Þetta er eilífðarverkefni og þetta er sífellt viðvangsefni en auðvitað hlustum við á þetta allt saman,“ segir Ísleifur og bendir á að mismunandi hópar sæki hátíðina af mismunandi ástæðum. Útlendingarnir sem komi sérstaklega á Airwaves séu til dæmis spenntari fyrir íslensku böndunum heldur en Íslendingar sem séu yfirleitt spenntari fyrir þeim erlendu. Þá komist miklu færri listamenn að en vilja, bæði erlendir og íslenskir. Iceland Airwaves sé sterkt og þekkt vörumerki og það þyki mikið tækifæri fyrir „up and coming“-bönd að spila á hátíðinni. Þá segir Ísleifur Senu vera með mjög gott teymi sem velji úr og velji inn á hátíðina. „Við höfum fengið mikið hrós eins og eftir hátíðina í fyrra í mjög virtum fjölmiðlum þar sem hátíðin var kölluð „the best place in the world to discover new music.“ Við höfum náttúrulega tekið hátíðina aðeins til baka. Við erum ekki að eltast við stærstu bönd í heimi og við viljum ekki vera að selja aukamiða heldur gildir bara einn miði inn á allt.“Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli í sumar.vísir/vilhelmFlóknara að skipuleggja Airwaves heldur en stórtónleika Ed SheeranEn hefur fjárhagsstaðan sett einhverjar skorður varðandi það að fá bönd til að spila á hátíðinni? „Við erum að reyna að finna alltaf betur og betur hver formúlan er. Þetta er nefnilega svolítið flókið. Það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað ákveðið „budget“ sem við getum ekki farið yfir. Maður þarf einhvern veginn að áætla það og hafa tilfinningu fyrir því að bandið hjálpi til við að selja miða upp í það sem þeir kosta. Það er erfitt að setja fingur á þetta. Við erum alveg til í að borga vel fyrir band sem hentar Airwaves alveg ótrúlega vel og við vitum að muni dræva einhvern gríðarlegan áhuga og sölu. En við erum bara að reyna að finna réttu formúluna, blöndu af einhverju talsvert stærra bandi, sem í ár er Of Monsters and Men, svona nokkur bönd sem eru svona semí stór eins og Mac DeMarco og Whitney, svo eiginlega öll íslensk bönd sem eru að gera góða hluti og svo gott úrval af „indie up and coming“-böndum,“ segir Ísleifur. Sena Live hélt stórtónleika á Laugardalsvelli í sumar með Ed Sheeran þar sem samtals um 50 þúsund manns komu á tvenna tónleika. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort sé flóknara að skipuleggja þannig risaviðburð eða Iceland Airwaves. „Þetta er góð spurning,“ segir Ísleifur hlæjandi og heldur áfram: „Við erum nýbúin að vera með Ed Sheeran, stærstu stjörnu samtímans þar sem komu fimmtíu þúsund gestir. Auðvitað er það rosalegt átak, tíminn sem fer í það, vinnan og fjármunirnir. Það er í raun og veru stærri skali en það er engin spurning hvort er flóknara og það er Iceland Airwaves. Það er miklu flóknara að gera Airwaves af því þú ert alltaf líka að reyna að það ganga upp fjárhagslega. Einir tónleikar á einum stað með einum aðila, það er eiginlega alveg sama hversu stórt það er, það er miklu einfaldara heldur en Airwaves, 150 bönd, 200 tónleikar á fjórum dögum í níu venue-um.“
Airwaves Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15
Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00