Sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar lýsir yfir þungum áhyggjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 12:51 Starfsfólk Reykjalundar hefur margt áhyggjur af stöðunni sem þar er uppi. Vísir/vilhelm Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Starfsfólk sjúkraþjálfunardeildar Reykjalundar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðunni sem nú er uppi á stofnuninni. Nauðsynlegt sé að heilbrigðisyfirvöld bregðist við og að ráðningar nýrra stjórnenda verði endurskoðaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 24 starfsmönnum sjúkraþjálfunardeildarinnar, nítján sjúkraþjálfurum, þremur heilsuliðum og tveimur sundlaugarvörðum. „Við teljum að heilbrigðisyfirvöld geti ekki skorast undan þeirri ábyrgð að grípa inn í þær aðstæður sem hafa skapast, þar sem rekstur Reykjalundar byggir á þjónustusamningi við ríkið. Skjót viðbrögð eru nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi nýir stjórnendur Reykjalundar, sem meirihluti starfsfólks stofnunarinnar lýsti yfir vantrausti á um miðjan október, starfað í „skjóli og trausti stjórnar SÍBS sem ber ábyrgð á óásættanlegu ferli undanfarinna vikna.“ Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum stjórnenda Reykjalundar. „Í þessari grafalvarlegu stöðu teljum við nauðsynlegt að endurskoða ráðningar nýrra stjórnenda við stofnunina til að koma í veg fyrir frekari skaða. Nú hefur meirihluti lækna sagt upp störfum og fleiri faghópar íhuga slíkt hið sama ef fram fer sem horfir. Mjög brýnt er að koma í veg fyrir frekari flótta mannauðs með mikla sérþekkingu. Við skorum á heilbrigðisyfirvöld að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi þverfaglega, sérhæfða þjónustu á Reykjalundi.“ Alls hafa níu læknar sagt upp störfum eftir að stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Þá hafa sálfræðingar Reykjalundar einnig lýst yfir áhyggjum af stöðunni og sagst íhuga uppsagnir. Reykjalundur sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að stjórnendur voni að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. Þá mun sérstök hæfisnefnd annast ráðningu nýs forstjóra Reykjalundar og verður staðan auglýst opinberlega um helgina.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. 31. október 2019 19:30