Berglind Björg markahæst í Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 13:30 Berglind Björg í fyrri leiknum gegn PSG. vísir/daníel Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Breiðabliks þegar liðið tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli í seinni leik liðanna í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu í gær. PSG vann einvígið, 7-1 samanlagt. Berglind hefur skorað tíu mörk í Meistaradeildinni í ár. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í keppninni en Eyjakonan. Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, og Emueje Ogbiagbevha, leikmaður Minsk, hafa einnig skorað tíu mörk. Berglind skoraði sex mörk í forkeppninni og bætti fjórum við í útsláttarkeppninni. Hún skoraði fernu í 11-0 sigri á Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu í forkeppninni og tvennu í 3-1 sigri á SFK 2000 frá Bosníu. Berglind skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Breiðabliks á Spörtu Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitunum. Hún skoraði svo eina markið í 0-1 sigri Blika í seinni leiknum. Í gær gerði Berglind svo sitt tíunda mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hún skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur.Hvað haldiði!!! @berglindbjorg10 skorar að sjálfsögðu sitt 10. mark í Meistaradeildinni! 1-1 í hálfleik! pic.twitter.com/gp8PmxDaDC — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2019 Berglind hefur alls skorað 16 mörk í Evrópuleikjum á ferlinum. Hún er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppnum. Önnur Eyjakona, Margrét Lára Viðarsdóttir, er sú markahæsta með 33 mörk. Á þessu tímabili skoraði Berglind alls 26 mörk; tíu í Meistaradeildinni og 16 í Pepsi Max-deild kvenna þar sem hún varð markahæst annað árið í röð. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir „Stærsta málið er að vera huguð“ Þjálfari Breiðabliks hvetur sína leikmenn til að mæta óhrædda til leiks gegn ógnarsterku liði Paris Saint-Germain í kvöld. 31. október 2019 13:00 Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 31. október 2019 17:15 Mark Berglindar dugði ekki til í París | Sjáðu markið Hetjuleg barátta Blika dugði ekki til í París. 31. október 2019 20:48 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Breiðabliks þegar liðið tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 3-1, á útivelli í seinni leik liðanna í 16-liða úrslit Meistaradeild Evrópu í gær. PSG vann einvígið, 7-1 samanlagt. Berglind hefur skorað tíu mörk í Meistaradeildinni í ár. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í keppninni en Eyjakonan. Vivianne Miedema, leikmaður Arsenal, og Emueje Ogbiagbevha, leikmaður Minsk, hafa einnig skorað tíu mörk. Berglind skoraði sex mörk í forkeppninni og bætti fjórum við í útsláttarkeppninni. Hún skoraði fernu í 11-0 sigri á Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu í forkeppninni og tvennu í 3-1 sigri á SFK 2000 frá Bosníu. Berglind skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Breiðabliks á Spörtu Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitunum. Hún skoraði svo eina markið í 0-1 sigri Blika í seinni leiknum. Í gær gerði Berglind svo sitt tíunda mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hún skoraði þá af stuttu færi eftir fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur.Hvað haldiði!!! @berglindbjorg10 skorar að sjálfsögðu sitt 10. mark í Meistaradeildinni! 1-1 í hálfleik! pic.twitter.com/gp8PmxDaDC — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 31, 2019 Berglind hefur alls skorað 16 mörk í Evrópuleikjum á ferlinum. Hún er næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópukeppnum. Önnur Eyjakona, Margrét Lára Viðarsdóttir, er sú markahæsta með 33 mörk. Á þessu tímabili skoraði Berglind alls 26 mörk; tíu í Meistaradeildinni og 16 í Pepsi Max-deild kvenna þar sem hún varð markahæst annað árið í röð.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir „Stærsta málið er að vera huguð“ Þjálfari Breiðabliks hvetur sína leikmenn til að mæta óhrædda til leiks gegn ógnarsterku liði Paris Saint-Germain í kvöld. 31. október 2019 13:00 Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 31. október 2019 17:15 Mark Berglindar dugði ekki til í París | Sjáðu markið Hetjuleg barátta Blika dugði ekki til í París. 31. október 2019 20:48 Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sjá meira
„Stærsta málið er að vera huguð“ Þjálfari Breiðabliks hvetur sína leikmenn til að mæta óhrædda til leiks gegn ógnarsterku liði Paris Saint-Germain í kvöld. 31. október 2019 13:00
Blikastelpurnar spila ekki á Parc des Princes heldur hinum megin við götuna Breiðablikskonur eru staddar í Parísarborg þar sem þær mæta heimakonum í stórliði Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 31. október 2019 17:15
Mark Berglindar dugði ekki til í París | Sjáðu markið Hetjuleg barátta Blika dugði ekki til í París. 31. október 2019 20:48