Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 13:55 Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Vísir/Hanna Andrésdóttir Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira