Býr sig undir að sjá föðurfjölskylduna aldrei aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2019 22:15 Saga Nazari lætur ástina ganga fyrir. Mynd/Stöð 2. Saga Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona á X-inu 977. Hún hafði einungis verið í gagnkynhneigðum samböndum, allt þar til í fyrra, þegar hún varð ástfangin af stelpu í fyrsta sinn. Sú stelpa kom svo út sem trans-strákurinn Bjarki Steinn Pétursson stuttu seinna.Þau eru enn saman í dag og hafa aldrei verið hamingjusamari en Saga óttast þó viðbrögð föður síns sem er strangtrúaður múslimi. Saga sagði Frosta Logasyni sögu sína í Íslandi í dag í kvöld.Fjölskyldusaga Sögu er nokkuð flókin en hún fæddist í Noregi í september árið 1998. Hún ólst upp á Íslandi með móður sinni sem er danskur ríkisborgari en faðir hennar er flóttamaður frá Kúrdistan og býr í Noregi.„Instant“ tenging Lengst hafa allir gengið út frá því að Saga sé gagnkynhneigð enda hafði hún aðeins verið í gagnkynhneigðum samböndum. Í fyrra varð hún hins vegar ástfangin af trans-stráknum Bjarka Steini.En hvernig hófst samband þeirra? Var þetta ást við fyrstu sýn?„Nei, það var „instant“ tenging. Það var það alveg klárlega en ég hélt að þetta væri fyrst bara svona eins og bestu vinir við fyrstu sýn. Þetta var eins og ég hefði þekkt hann mjög lengi. Það var bara munnræpa strax og við hittumst mjög reglulega eftir þetta,“ segir Saga.Þá var Bjarki hins vegar enn þá stelpa.„Þá var hann ekki kominn út úr skápnum sem trans. Þá var þetta bara kvenmaður. Ég fann bara að þessi vinatengsl voru miklu dýpri en ég gerði mér grein fyrir og ég áttaði mig svo á að ég væri ástfangin,“ segir Saga.Hún hafi komið sjálfri sér á óvart.„Þetta var klárlega nýtt fyrir mér en ég dæmdi mig samt ekki fyrir það. Alls ekki. Ég var ekki með fordóma gagnvart sjálfri mér fyrir að vera þá hrifinn af stelpu. Þetta var meira svona nýtt og spennandi, ég skildi þetta ekki alveg. Ég var bara svo ótrúlega ástfangin af þessum gaur þannig að það truflaði mig ekki,“ segir Saga.Saga og Bjarki á góðri stundu.Vísir/Skjáskot.Alltaf verið ástfangin af karlmanniHún segir að hún hafi alltaf upplifað það þannig að hún hafi verið ástfangin af karlmanni.„Þegar við erum að tala um að þegar ég kynntist honum sem kvenmaður og þegar ég varð ástfangin af kvenmanni þannig. Ég klárlega upplifi þannig að ég hafi verið hrifinn af karlmanni, því hann hefur alltaf verið karlmaður og hann hefur alltaf verið strákur. Klæðaburður og allt þetta. Hann hefur alltaf verið strákur,“ segir Saga.Saga segir þau Bjarka hafi verið búin að vera vinir í tvo mánuði þegar þau viðurkenndu fyrir hvort öðru hvaða tilfinningar þau báru til hvors annars. En það var einmitt um það leyti sem Bjarki sagði Söru að hann vildi koma út úr skápnum sem transstrákur.„Ég man að fyrstu viðbrögð mín voru: „Já, af hverju ertu ekki búinn að segja öllum þetta? Vertu bara gaur. Gerum þetta.“ Ég var svo ástfangin af honum að það hefði ekki skipt máli ef hann hefði ekki verið með nein kynfæri,“ segir Saga og brosir. „Það hefði ekki skipt mig neinu máli.“Saga segir að mögulega hafi hún, ef eitthvað, verið of stuðningsrík því henni fannst þetta mjög spennandi fyrir hönd Bjarka og vildi því eindregið hvetja hann til að fara alla leið með ferlið og fá þannig að vera hann sjálfur. Það eina sem skipti hana máli var að hann væri hamingjusamur í eigin skinni vegna þess að hún sá oft á honum að honum leið ekki vel.„Þetta reyndi ótrúlega á sjálfsímyndina hans, tilfinningakerfið hans og að þurfa að koma út fyrir alla. Að þurfa að fara í gegnum nafnabreytinguna, að þurfa að segja við fólkið að það er komið nýtt nafn, að þurfa að leiðrétta fólk þegar það er að miskynja hann. Það var oft erfitt að fylgjast með honum þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir Saga.Þau eru yfir sig ástfangin.Mynd/Skjáskot.Íhaldsöm og strangtrúuð fjölskylda Eins og fram hefur komið er faðir Sögu kúrdískur múslimi og öll föðurfjölskylda hennar í Noregi mjög íhaldssöm og strangtrúuð.Hvernig hafa þau tekið þeirri staðreynd að Saga sé ástfangin af trans strák?„Þau vita þetta ekki. Þau vita ekki að ég er með transstrák. Þau hafa ekki komist að því enn þá,“ segir Saga.Þurfa þau ekki að vita þetta einhvern tímann?„Jú, fyrr eða síðar og hvort sem það er í sjónvarpi eða ég þarf að segja það við þau einn daginn. Ef að ég og Bjarki giftumst þá vill ég geta flaggað transfánanum og vera ekkert smeyk við það þannig að ég veit að þau þurfa að fá að vita þetta fyrr eða síðar. Ég hef bara ekki tekið þetta símtal enn þá.“Saga segist hafa fengið þau skilaboð snemma frá föður sínum að hverskonar frávik frá gagnkynhneigð myndi ekki falla í kramið hjá fjölskyldunni.„Pabbi sagði alveg reglulega við mig þegar ég var yngri og og ég var forvitin, samfélagið á Íslandi er allt öðruvísi miðað við samfélagið inn í þessari fjölskyldu, ég var forvitin með hvernig tekið væri í það ef einhver fjölskyldumeðlimir upplifir sig sem tvíkynhneigða eða samkynhneigða. Hann sagði bara mjög hreint út að manneskjunni væri hafnað úr fjölskyldunni, að það myndi enginn tala við viðkomandi. Það væri ekki boðið í matarboð og heimsókn. Það væri ekki velkomið,“ segir Saga.Saga segist undirbúa sig undir það versta og að mögulega fái hún aldrei að sjá föðurfjölskyldu sína aftur.„Ég ætla ekkert að ljúga að mér finnist það ekki auðvelt. Ég elska þau mjög mikið og þau eiga rosa stóran hlut í hjarta mínu þó þau séu strangtrúuð. Það eru allskonar gildi sem þau eru með sem ég er ekkert sammála og ég hef aldrei verið. Þetta er mjög stór hluti af mér, hefðirnar að borða saman, að sjá systkini mín og fá tækifæri að vera með þeim. En ég er ástfangin af Bjarka. Þetta er maður sem ég sé fyrir mér að stofna fjölskyldu með og í dag er hann fjölskylda með. Það er eitthvað sem þau eru ekki að bjóða upp á á heilbrigðan hátt.“Horfa má á þáttinn í heild sinni hér. Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Saga Nazari er ung tónlistar- og útvarpskona á X-inu 977. Hún hafði einungis verið í gagnkynhneigðum samböndum, allt þar til í fyrra, þegar hún varð ástfangin af stelpu í fyrsta sinn. Sú stelpa kom svo út sem trans-strákurinn Bjarki Steinn Pétursson stuttu seinna.Þau eru enn saman í dag og hafa aldrei verið hamingjusamari en Saga óttast þó viðbrögð föður síns sem er strangtrúaður múslimi. Saga sagði Frosta Logasyni sögu sína í Íslandi í dag í kvöld.Fjölskyldusaga Sögu er nokkuð flókin en hún fæddist í Noregi í september árið 1998. Hún ólst upp á Íslandi með móður sinni sem er danskur ríkisborgari en faðir hennar er flóttamaður frá Kúrdistan og býr í Noregi.„Instant“ tenging Lengst hafa allir gengið út frá því að Saga sé gagnkynhneigð enda hafði hún aðeins verið í gagnkynhneigðum samböndum. Í fyrra varð hún hins vegar ástfangin af trans-stráknum Bjarka Steini.En hvernig hófst samband þeirra? Var þetta ást við fyrstu sýn?„Nei, það var „instant“ tenging. Það var það alveg klárlega en ég hélt að þetta væri fyrst bara svona eins og bestu vinir við fyrstu sýn. Þetta var eins og ég hefði þekkt hann mjög lengi. Það var bara munnræpa strax og við hittumst mjög reglulega eftir þetta,“ segir Saga.Þá var Bjarki hins vegar enn þá stelpa.„Þá var hann ekki kominn út úr skápnum sem trans. Þá var þetta bara kvenmaður. Ég fann bara að þessi vinatengsl voru miklu dýpri en ég gerði mér grein fyrir og ég áttaði mig svo á að ég væri ástfangin,“ segir Saga.Hún hafi komið sjálfri sér á óvart.„Þetta var klárlega nýtt fyrir mér en ég dæmdi mig samt ekki fyrir það. Alls ekki. Ég var ekki með fordóma gagnvart sjálfri mér fyrir að vera þá hrifinn af stelpu. Þetta var meira svona nýtt og spennandi, ég skildi þetta ekki alveg. Ég var bara svo ótrúlega ástfangin af þessum gaur þannig að það truflaði mig ekki,“ segir Saga.Saga og Bjarki á góðri stundu.Vísir/Skjáskot.Alltaf verið ástfangin af karlmanniHún segir að hún hafi alltaf upplifað það þannig að hún hafi verið ástfangin af karlmanni.„Þegar við erum að tala um að þegar ég kynntist honum sem kvenmaður og þegar ég varð ástfangin af kvenmanni þannig. Ég klárlega upplifi þannig að ég hafi verið hrifinn af karlmanni, því hann hefur alltaf verið karlmaður og hann hefur alltaf verið strákur. Klæðaburður og allt þetta. Hann hefur alltaf verið strákur,“ segir Saga.Saga segir þau Bjarka hafi verið búin að vera vinir í tvo mánuði þegar þau viðurkenndu fyrir hvort öðru hvaða tilfinningar þau báru til hvors annars. En það var einmitt um það leyti sem Bjarki sagði Söru að hann vildi koma út úr skápnum sem transstrákur.„Ég man að fyrstu viðbrögð mín voru: „Já, af hverju ertu ekki búinn að segja öllum þetta? Vertu bara gaur. Gerum þetta.“ Ég var svo ástfangin af honum að það hefði ekki skipt máli ef hann hefði ekki verið með nein kynfæri,“ segir Saga og brosir. „Það hefði ekki skipt mig neinu máli.“Saga segir að mögulega hafi hún, ef eitthvað, verið of stuðningsrík því henni fannst þetta mjög spennandi fyrir hönd Bjarka og vildi því eindregið hvetja hann til að fara alla leið með ferlið og fá þannig að vera hann sjálfur. Það eina sem skipti hana máli var að hann væri hamingjusamur í eigin skinni vegna þess að hún sá oft á honum að honum leið ekki vel.„Þetta reyndi ótrúlega á sjálfsímyndina hans, tilfinningakerfið hans og að þurfa að koma út fyrir alla. Að þurfa að fara í gegnum nafnabreytinguna, að þurfa að segja við fólkið að það er komið nýtt nafn, að þurfa að leiðrétta fólk þegar það er að miskynja hann. Það var oft erfitt að fylgjast með honum þurfa að ganga í gegnum þetta,“ segir Saga.Þau eru yfir sig ástfangin.Mynd/Skjáskot.Íhaldsöm og strangtrúuð fjölskylda Eins og fram hefur komið er faðir Sögu kúrdískur múslimi og öll föðurfjölskylda hennar í Noregi mjög íhaldssöm og strangtrúuð.Hvernig hafa þau tekið þeirri staðreynd að Saga sé ástfangin af trans strák?„Þau vita þetta ekki. Þau vita ekki að ég er með transstrák. Þau hafa ekki komist að því enn þá,“ segir Saga.Þurfa þau ekki að vita þetta einhvern tímann?„Jú, fyrr eða síðar og hvort sem það er í sjónvarpi eða ég þarf að segja það við þau einn daginn. Ef að ég og Bjarki giftumst þá vill ég geta flaggað transfánanum og vera ekkert smeyk við það þannig að ég veit að þau þurfa að fá að vita þetta fyrr eða síðar. Ég hef bara ekki tekið þetta símtal enn þá.“Saga segist hafa fengið þau skilaboð snemma frá föður sínum að hverskonar frávik frá gagnkynhneigð myndi ekki falla í kramið hjá fjölskyldunni.„Pabbi sagði alveg reglulega við mig þegar ég var yngri og og ég var forvitin, samfélagið á Íslandi er allt öðruvísi miðað við samfélagið inn í þessari fjölskyldu, ég var forvitin með hvernig tekið væri í það ef einhver fjölskyldumeðlimir upplifir sig sem tvíkynhneigða eða samkynhneigða. Hann sagði bara mjög hreint út að manneskjunni væri hafnað úr fjölskyldunni, að það myndi enginn tala við viðkomandi. Það væri ekki boðið í matarboð og heimsókn. Það væri ekki velkomið,“ segir Saga.Saga segist undirbúa sig undir það versta og að mögulega fái hún aldrei að sjá föðurfjölskyldu sína aftur.„Ég ætla ekkert að ljúga að mér finnist það ekki auðvelt. Ég elska þau mjög mikið og þau eiga rosa stóran hlut í hjarta mínu þó þau séu strangtrúuð. Það eru allskonar gildi sem þau eru með sem ég er ekkert sammála og ég hef aldrei verið. Þetta er mjög stór hluti af mér, hefðirnar að borða saman, að sjá systkini mín og fá tækifæri að vera með þeim. En ég er ástfangin af Bjarka. Þetta er maður sem ég sé fyrir mér að stofna fjölskyldu með og í dag er hann fjölskylda með. Það er eitthvað sem þau eru ekki að bjóða upp á á heilbrigðan hátt.“Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.
Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira