Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 14:19 Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. vísir/vilhelm Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira