Óttast blóðbað í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:50 Mótmælandi handtekinn í áhlaupi lögreglu. AP/Kin Cheung Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast. Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast.
Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira