„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 20:40 Skæruliðar FMLN og Linda Pétursdóttir. Getty/Fbl/Stefán Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina. El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina.
El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira