Læknir segir aukna þörf á lífstílstengdu inngripi hjá fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2019 14:45 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. stöð 2 Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira