Fjármunir séu settir í að skapa hamingjusamari þjóð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 19:30 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók þátt í pallborðsumræðum. Þar mættust hagfræðin og heimspekint þegar siðferðisgildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu voru rædd. Siðferðileg gildi og forgangsröðun voru umræðuefni heilbrigðisþings í dag. Jafn réttur á heilbrigðisþjónustu, að þeir sem séu í brýnustu þörfinni gangi fyrir og gildin til að ákveða hverjir það ættu að vera. „Við erum, eins og öll heilbigðiskerfi, alltaf að ákveða hvernig við eigum að forgangsraða fé,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og bætir við að markmiðið sé alltaf að auka lífsgæði. „Þannig að við erum að horfa á að fjármunir séu settir í að við séum að skapa hamingjusamari þjóð.“Guðlaug Rakel sinnir forgangsröðun á hverjum degi enda er bráðamóttakan og þjónusta við eldri fólk á ábyrgð framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítalavísir/egillTil þess að forgangsraða rétt þurfi að ræða hvaða gildi við viljum byggja á. „Til að mynda gildi eins og mannhelgi, jöfnuður og hagkvæmni. Virðing er gildið sem stóð upp úr í dag.“Þurfti að fara af þingi til að forgangsraða Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, þekkir vel ákvarðanir um forgangsröðun. Hún þurfti meira að segja að fara af þinginu í morgun vegna álags á bráðamóttöku, alvarleg umferðarslys urðu, til að mynda á Suðurlandsvegi þar sem fjórir bílar rákust saman. Beina þurfti fólki á heilsugæslu vegna anna á bráðamóttöku. Guðlaug Rakel segir að með virkri forgangsvinnu takist að breyta hugsun fólks. „Þetta er lært atferli, hvert maður á að fara. Ég held að flestum sé orðið ljóst að fyrsti viðkomustaður sé heilsugæslan nema um bráð veikindi sé að ræða,“ segir hún. Ekki var komist að niðurstöðu í dag enda segir ráðherra markmiðið vera að skapa samræður. Þær eru svo efniviður í þingsályktun ráðherra, um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu, sem lögð verður fyrir Alþingi á vormisseri. Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Siðferðileg gildi og forgangsröðun voru umræðuefni heilbrigðisþings í dag. Jafn réttur á heilbrigðisþjónustu, að þeir sem séu í brýnustu þörfinni gangi fyrir og gildin til að ákveða hverjir það ættu að vera. „Við erum, eins og öll heilbigðiskerfi, alltaf að ákveða hvernig við eigum að forgangsraða fé,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og bætir við að markmiðið sé alltaf að auka lífsgæði. „Þannig að við erum að horfa á að fjármunir séu settir í að við séum að skapa hamingjusamari þjóð.“Guðlaug Rakel sinnir forgangsröðun á hverjum degi enda er bráðamóttakan og þjónusta við eldri fólk á ábyrgð framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítalavísir/egillTil þess að forgangsraða rétt þurfi að ræða hvaða gildi við viljum byggja á. „Til að mynda gildi eins og mannhelgi, jöfnuður og hagkvæmni. Virðing er gildið sem stóð upp úr í dag.“Þurfti að fara af þingi til að forgangsraða Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, þekkir vel ákvarðanir um forgangsröðun. Hún þurfti meira að segja að fara af þinginu í morgun vegna álags á bráðamóttöku, alvarleg umferðarslys urðu, til að mynda á Suðurlandsvegi þar sem fjórir bílar rákust saman. Beina þurfti fólki á heilsugæslu vegna anna á bráðamóttöku. Guðlaug Rakel segir að með virkri forgangsvinnu takist að breyta hugsun fólks. „Þetta er lært atferli, hvert maður á að fara. Ég held að flestum sé orðið ljóst að fyrsti viðkomustaður sé heilsugæslan nema um bráð veikindi sé að ræða,“ segir hún. Ekki var komist að niðurstöðu í dag enda segir ráðherra markmiðið vera að skapa samræður. Þær eru svo efniviður í þingsályktun ráðherra, um siðferðileg gildi og forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu, sem lögð verður fyrir Alþingi á vormisseri.
Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira