Útnefndur tengiliður Samherja þögull Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2019 06:30 Namibíumaður úr sjávarútvegi þar í landi ásamt forstjóra Samherja. Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15