Ekki bjartsýnn á að dreginn verði lærdómur Ari Brynjólfsson skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur. Fréttablaðið/Ernir Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa. „Þar sem maður hefur fengist við viðskiptasiðfræði eru það ekki fáar spurningar sem leita á mann í ljósi þessa máls. Enn á væntanlega mikið eftir að koma í ljós þannig að ég er viss um að spurningunum mun ekki fækka,“ segir Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, um mál Samherja. „Vonandi lærum við að þessu máli en ég er ekki bjartsýnn. Ég kannast ekki við að neinn lærdómur hafi verið dreginn af fjölmörgum hneykslismálum sem ég hef verið beðinn að kommenta á undanfarinn áratug.“ Fram kemur í gögnum Wikileaks sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudagskvöldið og í umfjöllun nýjasta tölublaðs Stundarinnar að Samherji hafi greitt mörg hundruð milljónir króna til ráðamanna í Namibíu til að komast yfir kvóta. Kvótinn hafi verið notaður til að veiða fisk fyrir utan strendur Namibíu sem er verkaður í öðru landi, þá hafi Samherji greitt litla sem enga skatta í Namibíu og flutt fjármagnið til skattaskjóla. „Sú spilling sem þarna er lýst er kannski fyrst og fremst siðferðilega ámælisverð í ljósi þess hvernig hún eitrar samband stjórnmála og viðskiptalífs. Slík spilling heggur í stoðir lýðræðisins og raunar viðskiptalífsins í heild einnig vegna þess trausts sem glatast þegar slík hegðun kemur upp á yfirborðið. Hvernig getum við boðað góða stjórnarhætti sem hluta þróunarsamvinnu þegar við högum okkur svona?“ Henry Alexander segir mútugreiðslur aldrei réttlætanlegar. Fjórar spurningar hafi leitað mest á hann í kjölfar umfjöllunarinnar. „Í fyrsta lagi hvað fólki gengur til að sýna af sér það virðingarleysi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu sem mútugreiðslurnar bera með sér. Skilningsleysið á arðráninu er svo víðtækt að mann setur hljóðan.“ Í þessu tilviki bætist við að unnið hafi verið gegn góðri vinnu Þróunarsamvinnustofnunar og hvernig gott orðspor Íslands hafi verið misnotað. „Vonandi skaðar þetta ekki vinnu Íslands annars staðar í Afríku.“ Í öðru lagi segir hann ótrúlegt að sjá mikla notkun aflandsfélaga í nútímaviðskiptum. „Erum við sátt við þessa þróun – er hún í einhverjum skilningi lýðræðisleg? Markmiðið virðist allt of oft vera að fela eitthvað sem þolir ekki dagsljósið. Ég held að við höfum ekkert lært af Panamaskjölunum.“ Þriðja spurningin snýr að Íslandi. „Hvað segir þessi atburðarás um íslenska þjóð og viðskiptalíf? Einn angi er orðspor landsins sem er ekki upp á marga fiska eftir þetta. En maður veltir einnig fyrir sér hvers vegna Samherjamenn voru ekki meira eins og fiskar á þurru landi þegar suður var komið. Mér finnst óhugnanlegt hversu vel þeir virðast heima í því að kaupa velvild kjörinna fulltrúa og þeirra sem nálægt standa. Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“ Samherji brást við umfjölluninni seint á þriðjudagskvöld með því að segja að þar á bæ hafi þeir verið hissa á hvernig Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu sem rætt er við í þættinum, hafi stundað viðskipti í Namibíu. Hafi hann mögulega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögleg. Stundin greinir frá því að félög Samherja hafi greitt 280 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Henry segir viðbrögð Samherja siðferðilega ámælisverð. „Hvers vegna ekki að viðurkenna það sem liggur fyrir? Væri ekki meiri myndugleiki að viðurkenna að þeir hafi haft rangt við en að svona gerist bara kaupin á eyrinni? Að skella allri skuldinni á uppljóstrara er þekkt bragð en lýsir um leið karakter þeirra sem þannig bregðast við.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Siðfræðingur segir framgöngu Samherja í Namibíu siðferðislega ámælisverða. Segir hann óhuganlegt hversu vel þeir hafi kunnað að kaupa velvild kjörinna fulltrúa. „Þar sem maður hefur fengist við viðskiptasiðfræði eru það ekki fáar spurningar sem leita á mann í ljósi þessa máls. Enn á væntanlega mikið eftir að koma í ljós þannig að ég er viss um að spurningunum mun ekki fækka,“ segir Henry Alexander Henrysson, siðfræðingur og aðjunkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, um mál Samherja. „Vonandi lærum við að þessu máli en ég er ekki bjartsýnn. Ég kannast ekki við að neinn lærdómur hafi verið dreginn af fjölmörgum hneykslismálum sem ég hef verið beðinn að kommenta á undanfarinn áratug.“ Fram kemur í gögnum Wikileaks sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudagskvöldið og í umfjöllun nýjasta tölublaðs Stundarinnar að Samherji hafi greitt mörg hundruð milljónir króna til ráðamanna í Namibíu til að komast yfir kvóta. Kvótinn hafi verið notaður til að veiða fisk fyrir utan strendur Namibíu sem er verkaður í öðru landi, þá hafi Samherji greitt litla sem enga skatta í Namibíu og flutt fjármagnið til skattaskjóla. „Sú spilling sem þarna er lýst er kannski fyrst og fremst siðferðilega ámælisverð í ljósi þess hvernig hún eitrar samband stjórnmála og viðskiptalífs. Slík spilling heggur í stoðir lýðræðisins og raunar viðskiptalífsins í heild einnig vegna þess trausts sem glatast þegar slík hegðun kemur upp á yfirborðið. Hvernig getum við boðað góða stjórnarhætti sem hluta þróunarsamvinnu þegar við högum okkur svona?“ Henry Alexander segir mútugreiðslur aldrei réttlætanlegar. Fjórar spurningar hafi leitað mest á hann í kjölfar umfjöllunarinnar. „Í fyrsta lagi hvað fólki gengur til að sýna af sér það virðingarleysi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu sem mútugreiðslurnar bera með sér. Skilningsleysið á arðráninu er svo víðtækt að mann setur hljóðan.“ Í þessu tilviki bætist við að unnið hafi verið gegn góðri vinnu Þróunarsamvinnustofnunar og hvernig gott orðspor Íslands hafi verið misnotað. „Vonandi skaðar þetta ekki vinnu Íslands annars staðar í Afríku.“ Í öðru lagi segir hann ótrúlegt að sjá mikla notkun aflandsfélaga í nútímaviðskiptum. „Erum við sátt við þessa þróun – er hún í einhverjum skilningi lýðræðisleg? Markmiðið virðist allt of oft vera að fela eitthvað sem þolir ekki dagsljósið. Ég held að við höfum ekkert lært af Panamaskjölunum.“ Þriðja spurningin snýr að Íslandi. „Hvað segir þessi atburðarás um íslenska þjóð og viðskiptalíf? Einn angi er orðspor landsins sem er ekki upp á marga fiska eftir þetta. En maður veltir einnig fyrir sér hvers vegna Samherjamenn voru ekki meira eins og fiskar á þurru landi þegar suður var komið. Mér finnst óhugnanlegt hversu vel þeir virðast heima í því að kaupa velvild kjörinna fulltrúa og þeirra sem nálægt standa. Getur verið að við séum meiri Namibía en við höldum þegar kemur að aðgengi að náttúruauðlindum?“ Samherji brást við umfjölluninni seint á þriðjudagskvöld með því að segja að þar á bæ hafi þeir verið hissa á hvernig Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Samherjafélaganna í Namibíu sem rætt er við í þættinum, hafi stundað viðskipti í Namibíu. Hafi hann mögulega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögleg. Stundin greinir frá því að félög Samherja hafi greitt 280 milljónir króna í mútur eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Henry segir viðbrögð Samherja siðferðilega ámælisverð. „Hvers vegna ekki að viðurkenna það sem liggur fyrir? Væri ekki meiri myndugleiki að viðurkenna að þeir hafi haft rangt við en að svona gerist bara kaupin á eyrinni? Að skella allri skuldinni á uppljóstrara er þekkt bragð en lýsir um leið karakter þeirra sem þannig bregðast við.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15
Samherji hrærði í Skaupinu Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir hópinn hafa lært af reynslu síðustu ára og gert ráð fyrir óvæntum uppákomum í ár. 13. nóvember 2019 18:26