Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 FjórarTyphoon- orustuþotur breska flughersins verða við loftrýmisgæslu á Íslandi næstu vikur. RAF/Cathy Sharples Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma. „Við erum með Typhoon-þotur eins og þú sérð hér fyrir aftan mig, fjórðu kynslóðar orustuþotur sem eru aðal þotur breska konunglega flughersins,“ segir flugsveitarforinginn Mark Baker. Sjálfur kveðst hann spenntur fyrir næstu vikum á Íslandi, hann sé þakklátur fyrir boð íslenskra stjórnvalda og Landhelgisgæslunnar fyrir að koma og sinna loftrýmisgæslu hér á landi. Til þessa höfðu níu aðildarríki bandalagsins tekið þátt í loftrýmisgæslunni hér við land síðan hún hófst árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar taka þátt. Loftrýmisgæslan fer fram að jafnaði þrisvar á ári í tvær til þrjár vikur í senn en síðast voru Ítalir og Bandaríkjamenn hér við loftrýmisgæslu fyrr á þessu ári. „Breski flugherinn var síðast með bækistöðvar hér var í seinni heimsstyrjöldinni. Þannig að þó að við höfum tekið þátt í æfingum áður, en þetta er í fyrsta sinn sem við erum með viðveru í nokkrar vikur með þátttöku í loftrýmisgæslunni,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Hann segir afstöðu Vinstri grænna til Atlantshafsbandalagsins,sem fara með forsæti í ríkisstjórn Íslands, ekki hafa neikvæð áhrif á samstarf ríkjanna í öryggismálum.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples„Flokkur forsætisráðherrans er á þessari skoðun en á sama tíma þá hefur hún [Katrín Jakobsdóttir] verið skýr um að þetta sé skoðun þessa eina flokks og að aðild Íslands að Nató sé liður í þjóðaröryggisstefnu ríkisins og þess vegna hafa ekki komið upp nein vandamál,“ segir Nevin og ítrekar um leið að Ísland sé mikilvægt bandalagsríki Breta. „Við erum nágrannar svo það er mikil samvinna og við vinnum mjög náið með ríkisstjórn Íslands og Landhelgisgæslunni. Svæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlands til að mynda skiptir okkur miklu máli.“ Í hópnum sem verður hér fram í byrjun desember eru um 120 liðsmenn breska flughersins. Einn þeirra er hinn tvítugi Harrison Gibson sem er flugvirki í hernum en hann var aðeins sautján ára gamall þegar hann gekk í herinn. „Ég er búinn að fara til Frakklands og Kýpur og svo hingað,“ segir Gibson. Spurður hvers vegna hann ákvað að ganga í flugherinn segir hann það hafa verið auðvelda ákvörðun. „Ég var ekki í skapi til að fara í háskóla svo þetta var besti kosturinn,“ segir Gibson sem segist fyrir utan vinnuna hlakka til að kynnast landi og þjóð og fara í Bláa lónið.Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í byrjun desember.RAF/Cathy Sharples
Bretland Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05 Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11 Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í örfáar mínútur vegna ítalskrar herþotu á Akureyri Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. 27. september 2019 14:05
Loftrýmisgæsla hefst að nýju við Ísland Loftrýmisgæsla í kringum Ísland hefst á næstu dögum með komu 110 liðsmanna bandaríska flughersins og fimm F16 orrustuþota. 19. júlí 2019 23:11
Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli. 4. nóvember 2019 12:00
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15