Kókaíninnflytjandi borgaði leiguna með stolnu parketi af vinnustað sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 17:00 Eftir að viðtakandinn hafði tekið við sendingunni rölti hann út í skóglendi á milli Arnarbakka og Vesturbergs. Eftir að hafa opnað sendinguna var hann handtekinn. Vísir/Vilhelm Tveir 35 ára karlmenn hafa verið dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í febrúar 2018. Um var að ræða innflutning á einu kílói af kókaíni sem barst til landsins með hraðsendingu frá Belgíu en efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum. Annar aðilinn fékk 15 mánaða dóm en hinn 22 mánaða dóm. Sá síðarnefndi var um leið dæmdur meðal annars fyrir umfangsmikinn þjófnað af lager hjá Agli Árnasyni þar sem hann vann áður.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Tollstjóri stöðvaði sendinguna Karlmönnunum tveimur var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega kílói af kókaíni ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Þannig hafi annar tekið að sér að beiðni hins að taka við sendingunni á heimili sínu og afhenda hinum. Lögregla komst á snoðir um málið þann 2. febrúar 2018 þegar tollstjóri stöðvaði erlenda hraðsendingu sem innihélt meðal annars fjórar niðursuðudósir. Tæknideild lögreglu staðfesti að innihaldið væri fyrrnefnd magn af kókaíni. Báðir neituðu sök í málinu. Til aðgreiningar verður annar nefndur viðtakandinn og hinn skipuleggjandinn í þessari frétt.Óttaðist að sendingin innihéldi stera eða fíkniefni Þrátt fyrir að vera skráður fyrir sendingunni, hafa tekið við henni, farið með hana á afvikinn stað í skóglendi í Breiðholti í Reykjavík og opnað hana þá neitaði viðtakandinn sök. Þótti dómnum fyrrnefnd háttsemi gefa til kynna að hann væri meðvitaður um að sendingin innihéldi ólögmætan varning. Þá lýsti viðtakandinn því fyrir dómi að hann hefði óttast að eitthvað misjafnt kynni að vera í sendingunni, til dæmis sterar eða fíkniefni. Hann viðraði áhyggjur sínar við æskuvin sinn kvöldið áður en sendingin barst og staðfesti æskuvinurinn þá frásögn fyrir dómi.Fundað í bílskúr Þá liggur fyrir að viðtakandinn stóð í fíkniefnaskuld við skipuleggjandann. Þeir hefðu hist í bílskúr og rætt málin þar sem hann var beðinn um að taka við sendingunni. Viðtakandinn spurði ekki út í hvers vegna skipuleggjandinn vildi ekki sjálfur taka við sendingunni sem héraðsdómi þótti afar óvenjuleg háttsemi. Um ástæður þess hvers vegna viðtakandinn ákvað að opna sendinguna úti í skóg bar viðtakandinn að hann hefði viljað kanna hvort eitthvað ólöglegt væri þar að finna. Sagðist hann hafa viljað fullvissa sig um að fíkniefnaskuldin teldist fallin niður eftir afhendingu sendingarinnar.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fréttablaðið/GVAHéraðsdómur taldi vegna þess ljóst að manninum stóð svo til á sama hvort og þá hve mikið magn af fíkniefnum væri að finna í sendingunni. Augnablikum síðar var hann handtekinn en þá var hann staddur í grennd við heimili þess sem bað hann um að taka við sendingunni. Höfðu þeir átt í samskiptum á Telegram sem þekkt er að notað er mikið í samskiptum í fíknefnaheiminum.„Settu þetta undir kerruna“ Skipuleggjandinn neitaði sömuleiðis sök. Hann viðurkenndi að hafa hitt viðtakandann í bílskúr nokkrum vikum áður en sendingin barst til landsins en neitaði að nokkuð hefði verið rætt um pakkasendingu. Í lögregluskýrslu koma fram upplýsingar um samskipti milli félaganna á Telegram. Þau voru regluleg mínúturnar eftir að pakkinn var afhentur og allt þar til viðtakandinn var handtekinn. „Settu þetta undir kerruna,“ voru skilaboðin frá skipuleggjandanum til viðtakandans klukkan 17:47 þennan dag. Mínútu áður hafði viðtakandinn verið handtekinn og sá því aldrei skilaboðin.Ótrúverðugur framburður Vitni í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi og gaf til kynna að hann hefði ekki sagt nafn skipuleggjandans í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglan hefði gert það og því hefði vitnið sagt ýmislegt sem hann vissi ekkert um. Hann hefði í raun veitt lögreglunni þau svör sem falast hefði verið eftir. Þessi lýsing kom þó ekki heim og saman við upptökur af skýrslum hjá lögreglu þar sem glögglega heyrðist að vitnið nefndi nafnið að eigin frumkvæði án þess að lögregla hefði nefnt hann til sögunnar. Breyttur og ótrúverðugur framburður gæfi til kynna að hann vildi halda hlífisskildi yfir ákærða. Heilt á litið taldist framburður skipuleggjandans ótrúverðugur. Voru bæði skipuleggjandinn og viðtakandinn sakfelldir fyrir aðild sína að málinu.Nýtti þýfi upp í kaup á bíl og leigugreiðslu Refsing viðtakandans þótti hæfileg 15 mánuðir í fangelsi að frádregnu tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Skipuleggjandinn var meðfram ákærunni fyrir fíkniefnalagabrot ákærður fyrir stórfelldan þjófnað af lager Egils Árnasonar hvar hann starfaði. Um var að ræða 100 fermetra af parketi og alls kyns hluti nauðsynlegir til parketleggingar. Söluverðmæti var á fjórðu milljón króna. Var hann dæmdur fyrir þjófnað en sömuleiðis peningaþvætti fyrir að hafa hagnast á þjófnaðinum. Í einu tilfelli greiddi hann fyrir leigu með því að leggja parket. Í annað skiptið nýtti hann efnið upp í kaup á 2,6 milljóna króna bíl. Þá var hann dæmdur fyrir minni fíkniefnalagabrot en um var að ræða efni sem fannst við líkamsleit og í húsakynnum hans. Þótti heildarrefsing skipuleggjandans hæfileg 22 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dróst tveggja vikna gæsluvarðhald. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Tveir 35 ára karlmenn hafa verið dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í febrúar 2018. Um var að ræða innflutning á einu kílói af kókaíni sem barst til landsins með hraðsendingu frá Belgíu en efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum. Annar aðilinn fékk 15 mánaða dóm en hinn 22 mánaða dóm. Sá síðarnefndi var um leið dæmdur meðal annars fyrir umfangsmikinn þjófnað af lager hjá Agli Árnasyni þar sem hann vann áður.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Tollstjóri stöðvaði sendinguna Karlmönnunum tveimur var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega kílói af kókaíni ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Þannig hafi annar tekið að sér að beiðni hins að taka við sendingunni á heimili sínu og afhenda hinum. Lögregla komst á snoðir um málið þann 2. febrúar 2018 þegar tollstjóri stöðvaði erlenda hraðsendingu sem innihélt meðal annars fjórar niðursuðudósir. Tæknideild lögreglu staðfesti að innihaldið væri fyrrnefnd magn af kókaíni. Báðir neituðu sök í málinu. Til aðgreiningar verður annar nefndur viðtakandinn og hinn skipuleggjandinn í þessari frétt.Óttaðist að sendingin innihéldi stera eða fíkniefni Þrátt fyrir að vera skráður fyrir sendingunni, hafa tekið við henni, farið með hana á afvikinn stað í skóglendi í Breiðholti í Reykjavík og opnað hana þá neitaði viðtakandinn sök. Þótti dómnum fyrrnefnd háttsemi gefa til kynna að hann væri meðvitaður um að sendingin innihéldi ólögmætan varning. Þá lýsti viðtakandinn því fyrir dómi að hann hefði óttast að eitthvað misjafnt kynni að vera í sendingunni, til dæmis sterar eða fíkniefni. Hann viðraði áhyggjur sínar við æskuvin sinn kvöldið áður en sendingin barst og staðfesti æskuvinurinn þá frásögn fyrir dómi.Fundað í bílskúr Þá liggur fyrir að viðtakandinn stóð í fíkniefnaskuld við skipuleggjandann. Þeir hefðu hist í bílskúr og rætt málin þar sem hann var beðinn um að taka við sendingunni. Viðtakandinn spurði ekki út í hvers vegna skipuleggjandinn vildi ekki sjálfur taka við sendingunni sem héraðsdómi þótti afar óvenjuleg háttsemi. Um ástæður þess hvers vegna viðtakandinn ákvað að opna sendinguna úti í skóg bar viðtakandinn að hann hefði viljað kanna hvort eitthvað ólöglegt væri þar að finna. Sagðist hann hafa viljað fullvissa sig um að fíkniefnaskuldin teldist fallin niður eftir afhendingu sendingarinnar.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fréttablaðið/GVAHéraðsdómur taldi vegna þess ljóst að manninum stóð svo til á sama hvort og þá hve mikið magn af fíkniefnum væri að finna í sendingunni. Augnablikum síðar var hann handtekinn en þá var hann staddur í grennd við heimili þess sem bað hann um að taka við sendingunni. Höfðu þeir átt í samskiptum á Telegram sem þekkt er að notað er mikið í samskiptum í fíknefnaheiminum.„Settu þetta undir kerruna“ Skipuleggjandinn neitaði sömuleiðis sök. Hann viðurkenndi að hafa hitt viðtakandann í bílskúr nokkrum vikum áður en sendingin barst til landsins en neitaði að nokkuð hefði verið rætt um pakkasendingu. Í lögregluskýrslu koma fram upplýsingar um samskipti milli félaganna á Telegram. Þau voru regluleg mínúturnar eftir að pakkinn var afhentur og allt þar til viðtakandinn var handtekinn. „Settu þetta undir kerruna,“ voru skilaboðin frá skipuleggjandanum til viðtakandans klukkan 17:47 þennan dag. Mínútu áður hafði viðtakandinn verið handtekinn og sá því aldrei skilaboðin.Ótrúverðugur framburður Vitni í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi og gaf til kynna að hann hefði ekki sagt nafn skipuleggjandans í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglan hefði gert það og því hefði vitnið sagt ýmislegt sem hann vissi ekkert um. Hann hefði í raun veitt lögreglunni þau svör sem falast hefði verið eftir. Þessi lýsing kom þó ekki heim og saman við upptökur af skýrslum hjá lögreglu þar sem glögglega heyrðist að vitnið nefndi nafnið að eigin frumkvæði án þess að lögregla hefði nefnt hann til sögunnar. Breyttur og ótrúverðugur framburður gæfi til kynna að hann vildi halda hlífisskildi yfir ákærða. Heilt á litið taldist framburður skipuleggjandans ótrúverðugur. Voru bæði skipuleggjandinn og viðtakandinn sakfelldir fyrir aðild sína að málinu.Nýtti þýfi upp í kaup á bíl og leigugreiðslu Refsing viðtakandans þótti hæfileg 15 mánuðir í fangelsi að frádregnu tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Skipuleggjandinn var meðfram ákærunni fyrir fíkniefnalagabrot ákærður fyrir stórfelldan þjófnað af lager Egils Árnasonar hvar hann starfaði. Um var að ræða 100 fermetra af parketi og alls kyns hluti nauðsynlegir til parketleggingar. Söluverðmæti var á fjórðu milljón króna. Var hann dæmdur fyrir þjófnað en sömuleiðis peningaþvætti fyrir að hafa hagnast á þjófnaðinum. Í einu tilfelli greiddi hann fyrir leigu með því að leggja parket. Í annað skiptið nýtti hann efnið upp í kaup á 2,6 milljóna króna bíl. Þá var hann dæmdur fyrir minni fíkniefnalagabrot en um var að ræða efni sem fannst við líkamsleit og í húsakynnum hans. Þótti heildarrefsing skipuleggjandans hæfileg 22 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dróst tveggja vikna gæsluvarðhald.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent