Amma hennar kom til Íslands - sem hárkolla Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2019 22:53 Lene Zachariassen, sútari á Hjalteyri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Hún nýtir hundinn sinn, köttinn, meira að segja hárið af ömmu sinni - listakonan sem búin er að hreiðra um sig í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri. Þar gerir hún verðmæt skinn úr dýrahræjum sem aðrir henda og spinnur þráð úr nánast hverju sem er. Þessu mátti kynnast í fréttum Stöðvar 2. Það er sannarlega í anda hugmyndafræði hinnar norsku Lene Zachariassen að nýta aflagða síldarverksmiðju við Eyjafjörð.Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hér er skinnaheimurinn minn,“ segir Lene og leiðir okkur inn í sýningarrými sitt í síldarbræðslunni. „Hér er ég í raun og veru að vinna mest úr hlutum sem aðrir henda,“ segir Lene, sem titlar sig sútara. Hún hirðir til dæmis og nýtir seli sem drepist hafa í grásleppunetum. Hún segir slíkt leiðinlegt atvik en skinnið sé fallegt. „Og virðing fyrir dýrin að segja þessa sögu.“ Hún gat líka nýtt langt með gengið selsfóstur og gert úr því fallegt skinn.Skinn af fóstri útsels, sem drapst í grásleppuneti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún spinnur þráð úr ólíkustu efnum og mátti sjá band úr æðardúni, sauðnauti og ísbirni. „Þetta er amma mín. Í alvöru. Þetta er hárkolla sem var gerð úr hári hennar ömmu minnar þegar hún var ung. Og svo átti bara að henda þessu. En ég sagði nei. Amma ætlar að koma til Íslands,“ segir hún um leið og hún sýnir okkur hárkolluna. Lene sagði frá vinnu sinni í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, sem fjallaði um Hjalteyri. Einnig heyrðum við meðal annars Erlend Bogason kafara segja frá vini sínum, steinbítnum, sem vill láta strjúka sér á hökunni og maganum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Um land allt Tengdar fréttir Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Verksmiðjusalir gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, 15. júlí 2019 21:29
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33