Málefni Korpu og rangfærslur skólayfirvalda Sófus Máni Bender skrifar 11. nóvember 2019 16:22 Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun