Málefni Korpu og rangfærslur skólayfirvalda Sófus Máni Bender skrifar 11. nóvember 2019 16:22 Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirritaður Sófus Máni Bender formaður nemandafélags Kelduskóla-Vík skólaárið 2018–2019 lýsi yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í skólamálum Staðahverfis. Ég sat fundi í skólaráði fyrir hönd nemenda síðastliðið skólaár þar sem bornar voru upp þær hugmyndir að loka Korpu í Staðahverfi af rekstrarlegum forsendum. Fyrsti fundur um þetta mál var alveg hræðilegur. Framkoma Reykjavíkurborgar var til háborinnar skammar. Á fundinum töluðu ráðamenn um það að heyra í íbúum og kennurum. Lítið var talað um nemendur í þessu samhengi þrátt fyrir þá stefnu Reykjavíkurborgar að hlusta markvisst á raddir nemenda. Mér finnst með þessari framkomu brotið á réttindum barnana og sú hugmynd að gefa þeim rödd ekki virt. Það er ekki hlustað á okkur! Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að lýsa því yfir að loka eigi skóla í Grafarvogi þvert á vilja barna og íbúa hverfisins. Ekkert okkar er ánægt með þessi sparnaðaráform. Væri ekki nær að spara kaup á hlutum sem skipta minna máli en menntun og velferð barna. Sem dæmi um bruðlið upp á síðkastið má nefna stráin við braggann í Nauthólsvík. Það bruðl sýnir vel það sukk sem í gangi er í borginni okkar og þau forgangsmál sem núverandi borgarstjórn stendur fyrir. Peningar skipta meira máli en skoðanir okkar hér í Staðahverfi. Það að flytja inn strá er ekki einu sinni umhverfisvænt og samræmist ekki stefnu borgarinnar í umhverfismálum. Íbúar í Staðahverfi hafa þurft að berjast fyrir tilvist skólans of lengi. Í upphafi var skólinn á Korpúlfsstöðum, íbúar börðust fyrir byggingu Korpuskóla og fengum við að vera þar í smá stund þangað til skólarnir Korpa og Vík voru sameinaðir. Á þessu stigi hlustuðu menntayfirvöld heldur aldrei á íbúa í Staðarhverfi. Þetta finnst mér fáránlegt. Það er ekki hlustað á þarfir barna og vilja þeirra. Krakkar eiga að hafa rödd í málum um umhverfi sitt, framtíð sína og námið. Einnig eiga þau rétt á að stunda nám í hverfinu sínu og hafa eitthvað um sameiningu og lokanir að segja. Ég hef áhyggjur af líðan og velferð barnanna í hverfinu. Af hverju er ekki verið að hugsa meira um velferð? Við erum framtíðin! Það er mikilvægt fyrir börn að stunda nám sem næst heimilum sínum og í umhverfi sem þau þekkja og treysta. Mér finnst mikilvægt að borgin eigi líka að fara með rétt mál. Mér finnst ekki hægt að kalla þetta samráð um skólamál í Reykjavík. Köllum þetta heldur réttum nöfnum það er upplýsingar um fyrirætlanir borgarinnar um lokanir. Ég hvet borgarstjórn Reykjavíkurborgar að endurskoða afstöðu sína í skólamálum Staðhverfis og vinna með okkur í staðinn fyrir að vinna gegn okkur. Krakkarnir í Staðahverfi eru búnir að skapa sér stöðu, öryggi og þægindi í hverfisskólanum. Ef þið viljið flytja þau eruð þið bara að kalla fram kvíða og skapa þeim óöryggi. Það tekur suma langan tíma að venjast nýju umhverfi. Með von um samstarf og rétta ákvarðanatöku með börnum og í þágu þeirra. Sófus Máni Bender Fyrrverandi formaður nemendafélags Kelduskóla
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun