Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:21 Þingkosningarnar á Spáni í gær áttu að binda enda á þrátefli í þarlendu stjórnmálum. Úrslitin benda til enn meiri skautunar en var fyrir. Vísir/EPA Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn. Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn.
Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22