Sport

Khabib og Ferguson mætast líklega í apríl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er loksins komið að því að við fáum að sjá þessa jaxla berjast?
Er loksins komið að því að við fáum að sjá þessa jaxla berjast? vísir/getty
UFC-aðdáendur fá að öllum langþráðan draum uppfylltan í apríl á næsta ári því þá er stefnt að því að Khabib Nurmagomedov berjist við Tony Ferguson.

UFC stefnir á að hafa það sem aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Brooklyn þann 18. apríl. Dana White, forseti UFC, staðfesti þetta við ESPN.

Khabib er sagður hafa þegar skrifað undir sinn samning og Ferguson mun að öllum líkindum skrifa undir sinn enda á næstunni.

Þetta verður í fimmta sinn sem verður reynt að koma þeim saman í hringinn en það var fyrst reynt árið 2015. Alltaf hefur bardaga þeirra verið frestað. Meðal annars út af meiðslum og vandræðum með niðurskurð.

Khabib er ósigraður á sínum ferli en Ferguson hefur unnið tólf bardaga í röð.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×