Forsætisráðherra vill auðlindaákvæði í stjórnarskrá á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 12:15 katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Forsætisráðherra telur nauðsynlegt að samkomulag náist á Alþingi um að koma auðlindaákvæði inn í stjórnarskrá og telur að það ákvæði sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda sé fullnægjandi. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar telja ákvæðið hins vegar ekki nógu afgerandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar spurðu bæði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í setningu auðlindagreinar í stjórnarskrána í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. En nú er að störfum nefnd formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þorgerður Katrín vitnaði í ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins um fiskveiðistjórnunarkerfið á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. „Hann talaði mjög skýrt formaður Framsóknarflokksins. Það hafi ekki verið tilgangur fiskveiðistjórnunarkerfisins að gera örfáa ofurríka. Ég held að það sé öllum ljóst að það sé hluti af því vandamáli sem við stöndum frami fyrir í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri nauðsynlegt að tímabinda úthlutun aflaheimilda í auðlindaákvæði stjórnarskrár til að tryggja eignarhald þjóðarinnar en ekki útgerðarinnar á auðlindinni og síðan þyrfti að koma fyrir sanngjarnt gjald. Forsætisráðherra sagði skipta gríðarlegu máli að alvöru skref verði stigin á þessu kjörtímabili varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem byggt væri á þeirri vinnu sem unnin hafi verið. „Í því ákvæði sem fór inn í samráðsgáttina sem var að sjálfsögðu rætt í hópi formanna flokkanna áður en það fór þangað kemur fram að enginn geti fengið náttúruauðlindir Íslands til eignar eða varanlegra afnota,“ sagði Katrín.Nýr meirihluti á alþingi Guðmundur Andri sagði fregnir af íslenskum útgerðarrisa í Namibíu hafa minnt marga á hvers vegna þessir aðilar urðu svo brjálæðislega ríkir, eins og þingmaðurinn orðaði það. Eftir ummæli formanns sköpunarflokks fiskveiðistjórnunarkerfisins vakni spurning hvort hugsanlega sé að skapast nýr meirihluti fyrir umbótum á þessu kerfi á Alþingi. „Að allir flokkar á þingi nema Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans gætu komið sér saman um að koma hér á kerfi sem gæti ríkt sátt um hjá þjóðinni. Jafnvel svo ég nefni hið voðalega orð útboðsleið og koma jafnvel auðlindaákvæði í stjórnarskrá þar sem er kveðið á um fullt endurgjald,“ sagði Guðmundur Andri. Forsætisráðherra ítrekaði fyrra svar sitt um þetta til Þorgerðar Katrínar. „Við höfum að sjálfsögðu gagnrýnt útboðsleiðina sem háttvirtur þingmaður vísar í. Því við höfum einmitt áhyggjur af samþjöppuninni sem fylgt hefur aflahlutdeildarkerfinu og myndi fylgja slíku kerfi nema ef sett væru mjög mikil þök inn í útboðskerfið. Þannig að það er auðvitað löng og mikil umræða sem þyrfti að taka,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira